Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #248

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. júní 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 248. fundar miðvikudaginn 20. júní 2012 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.
    Fjarverandi bæjarfulltrú

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 247

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1205010F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 644

      1. Fundargerðin er í 15. töluliðum. Til máls tóku: Forseti, MÓH, bæjarstjóri og ÁS.7.tölul. Bæjarstjórn staðfestir samhljóða framkvæmdaleyfi fyrir snjóflóðavarnir á Patreksfirði.9.tölul. Bæjarstjórn óskar eftir því að unnin verði frumathugun í samráði við Ofanflóðasjóð og Veðurstofu Íslands á ofanflóðavörnum í Litla-Dal og ofan Sigtúns á Patreksfirði.12.tölul. Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Í ljósi lokunar útbúa Landsbankans á landsbyggðinni skorar bæjarstjórn Vesturbyggðar á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að verja þjónustu við íbúana, í nafni alvöru samfélagslegrar ábyrgðar sem ríkisbankinn Landsbankinn telur sig ekki þurfa að stunda.“Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1205015F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 645

        1. Fundargerðin er í 6. töluliðum. Til máls tók: Forseti.2.tölul. Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar jákvæðri þróun í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum og þeim teiknum sem uppi eru um frekari uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu með tilheyrandi fjölgun atvinnutækifæra. Í ljósi þessa vill bæjarstjórn skora á alla þá fasteignaeigendur í sveitarfélaginu er kunna að ráða yfir húsnæði þar sem ekki er föst búseta, að skoða þau tækifæri sem felast í útleigu/sölu.Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1206001F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 646

          1. Fundargerðin er í 14. töluliðum. Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og AJ.Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1206003F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags- og byggingarnefnd - 162

            Fundargerðin er í 6. töluliðum.Til máls tóku: AJ, MÓH og bæjarstjóri.Fundargerðin staðfest samhljóða.

              Málsnúmer 1205006F 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarstjórn - 125

              Fundargerðin er í 4. töluliðum.Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og ÁS.3.tölul. Bæjarstjórn þakkar Ragnari Guðmundssyni hafnarverði Brjánslækjarhafnar góð og farsæl störf í þágu Hafna Vesturbyggðar.Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1205014F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Atvinnumálanefnd - 84

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.Til máls tóku: MÓH, bæjarstjóri, AJ, forseti, ÁS og JÁ.Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1205012F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  8. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 32

                  Fundargerðin er í 4. töluliðum.Til máls tóku: Forseti og MÓH.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1205013F 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Almenn erindi

                    9. Ofanflóðavarnir á Bíldudal.

                    Vísað er til kynningarfundar, sem haldinn var kl. 16.00-17.00 þessa dags., með tveimur starfsmönnum frá Verkís ehf og bæjarfulltrúum. Kynnt var frumathugun að ofanflóðavörnum á Bíldudal.

                      Málsnúmer 1206037

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Kjör forseta Íslands 2012 - kjörskrá.

                      Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 13. júní sl. um fyrirmæli og leiðbein-ingar um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012. Til máls tók: Forseti.Framlögð kjörskrá vegna forsetakosninga þann 30.júní 2012 samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1206036

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Kosning í embætti.

                        Forseti lagði fram tillögur um kosningu í embætti samkvæmt 15.gr.,16.gr. og 44. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar:a. Friðbjörg Matthíasdóttur, forseti, Ásdís Snót Guðmundsdóttir 1. varaforseti og Arnheiður Jónsdóttir sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.Tillagan samþykkt samhljóða.b. Ásgeir Sveinsson sem skrifari og til vara Gunnar Ingvi Bjarnason.Tillagan samþykkt samhljóða.c. Bæjarráð skipi:Aðalmenn:Friðbjörg MatthíasdóttirÁsgeir SveinssonGuðrún Eggertsdóttir.Til vara:Ásdís Snót GuðmundsdóttirGunnar Ingvi BjarnasonArnheiður Jónsdóttir.Tillagan samþykkt samhljóða.

                          Málsnúmer 1206042 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Sumarfrí bæjarstjórnar 2012.

                          Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:”Í samræmi við 7. gr. og 3. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 21. júní til og með 14. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili. Umboðið er háð því að a.m.k. tveir fulltrúar í bæjarráði ásamt bæjarstjóra séu sammála ef um er að ræða mál sem hafa verulega fjárhagslega þýðingu fyrir bæjarsjóð og/eða stofnanir hans.”Til máls tók: Forseti.Tillagan samþykkt samhljóða.

                            Málsnúmer 1206035

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00