Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #250

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. september 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 250. fundar miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.
    Forseti óskaði efti

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 249

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1208003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 652

      Fundargerðin er í 14. töluliðum.
      Til máls tóku: AJ og bæjarstjóri.
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1208009F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 653

        Fundargerðin er í 11. töluliðum.
        Til máls tóku: GE, bæjarstjóri, forseti og JÁ.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1209007F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skipulags- og byggingarnefnd - 166

          Fundargerðin er í 15. töluliðum.
          Til máls tók: Forseti.
          1.tölul. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Krossholt/Langholt. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela í sér að bætt verði inn opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og golfvelli.
          Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
          2.tölul. Deiliskipulag Krossholt/Langholt. Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 1.6.2012 og uppdráttur dags. 6.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela m.a í sér að bætt verði inn skýrari skilmálum inn fyrir núverandi hús, opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og golfvelli. Einnig að landamerkjalínur verði lagaðar.
          Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
          3.tölul. Deiliskipulag Patrekshöfn.
          Bæjarstjórn vísar tillögunni til hafnarstjórnar til samþykktar.
          5.tölul. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
          Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
          Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Vesturbotni. Skipulagslýsing var auglýst 28. ágúst sl. og lýsingin send til eftirfarandi umsagnaraðila: Skipulagsstofnun, Veðurstofu, Vegagerð, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir hafa borist frá öllum aðilum nema Vegagerð. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 að undangengnum leiðréttingum umsagnaraðila.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1209005F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 58

            Fundargerðin er í 6. töluliðum.
            Fundargerðin staðfest samhljóða.

              Málsnúmer 1209008F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fræðslunefnd - 90

              Fundargerðin er í 9. töluliðum.
              Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1208007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Hafnarstjórn - 126

                Fundargerðin er í 6. töluliðum.
                Til máls tóku: AJ og bæjarstjóri.
                4.tölul. Bæjarstjórn staðfestir gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar samhljóða.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1208006F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Landbúnaðarnefnd - 19

                  Fundargerðin er í 4. töluliðum.
                  Til máls tók: ÁS.
                  Fundargerðin staðfest samhljóða.

                    Málsnúmer 1209010F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Landbúnaðarnefnd - 20

                    Fundargerðin er í 1. tölulið.
                    Til máls tóku: Forseti, AJ, ÁS, bæjarstjóri, GIB og GE.
                    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að stofnuð verði sameiginleg fjallskilanefnd Vestur-Barðastrandarsýslu skv. Fjallskilasamþykkt Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna.
                    Fundargerðin staðfest samhljóða.

                      Málsnúmer 1209006F

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Almenn erindi

                      10. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2012

                      Lögð fram drög að dagskrá o.fl. vegna 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga haldið á Bíldudal 5. og 6. október 2012.
                      Til máls tóku: Forseti, AJ, GE, bæjarstjóri og ÁSG.

                        Málsnúmer 1208041 3

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Náttúrustofa Vf. svar við bréfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar

                        Lagt fram tölvubréf dags. 17. sept. 2012 með tillögu aðildarsveitarfélaga að skipan nýrra fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.
                        Til máls tóku: Forseti og ÁSG.
                        Forseti vék af fundi vegna tengsla við aðila máls.
                        Ásdís Snót Guðmundsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu: ?Bæjarstjórn Vesturbyggðar tilnefnir Þóri Sveinsson, skrifstofustjóra, sem fulltrúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða og til vara Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.?
                        Tillagan samþykkt samhljóða.

                          Málsnúmer 1208023

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Kosningar í ráð og nefndir

                          Forseti lagði fram tillögu um skipan nýrra fulltrúa í fræðslunefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd. Gerður Sveinsdóttir er tilnefnd í fræðslunefnd fyrir D-lista Sjálfstæðisflokks og Lilja Sigurðardóttir er tilnefnd í íþrótta- og æskulýðsnefnd fyrir S-lista Samstöðu.
                          Tillagan samþykkt samhljóða.
                          Bæjarstjórn þakkar Helga Hjálmtýssyni góð og farsæl störf í fræðslunefnd en vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu lætur hann af störfum.
                          Bæjarstjórn tekur undir þakkir íþrótta- og æskulýðsnefndar til Arnons Páls Haukssonar fyrir góð og farsæl störf í íþrótta- og æskulýðsnefnd.

                            Málsnúmer 1202063

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00