Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #266

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. janúar 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fjarverandi bæjarfulltrúi: Arnheiður Jónsdóttir í h.st. Magnús Ólafs Hansson, Gunnar Ingvi Bjarnason í h.st. Jón B G Jónsson.
    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 266. fundar miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Fr

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 265

    Til máls tóku: GE, forseti, JBGJ og JÁ.
    GE lagði fram bókun bæjarfulltrúa Samstöðu 22.1.2015 varðandi fund bæjarstjórnar 20.12.2013 og viðauka við fjárhagsáætlun 2013:
    ”Við fulltrúar í Samstöðu ákváðum að sitja hjá við afgreiðslu viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
    Í fyrsta lagi þar sem verið var að leggja fram í lok árs breytingar á fjárhagsáætlun 2013 er varða framúrkeyrslu deilda vegna framkvæmda sem voru löngu til komnar á árinu. Bæjarráð hefði átt að samþykkja meirihluta þess viðbótarkostnaðar og framúrkeyrslu deilda áður en sá kostnaðar kom til framkvæmda eða um leið og hann lá ljós fyrir og að færa kostnað og tekjur milli deilda. Það eru einungis fjórir liðir í framlögðum viðaukum sem bæjarráð fékk að fjalla um áður en til útgjaldanna kom, 9,3 millj. af 63 milljón kr.
    Í öðru lagi erum við ósátt við framsetningu viðaukana þar sem við teljum þá vera villandi framsetta. Þar eru eignfærðar framkvæmdir færðar sem tekjur á móti útgjöldum. Tekjufærðar eru 90 millj., þar af 26 millj. eignfærðar framkvæmdir, sem ætti að setja fram sem sér lið. En eignfærðar framkvæmdir þarf að fjármagna annaðhvort með tekjum eða með lántöku. Greina hefði þurft frá fjármögnun þeirra í skýringum.“
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1312006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fasteignir Vesturbyggðar - 55

      Fundargerðin er í 3. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, JÁ, JBGJ og GE.
      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1401001F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 696

        Fundargerðin er í 17. töluliðum.
        Til máls tóku: GE og forseti.
        8. tölul.: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
        9. tölul.: ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 98.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2014 að fjárhæð 86 milljónir auk þess að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 12 milljónir króna, sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
        Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1401002F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hafnarstjórn - 133

          Fundargerðin er í 3. töluliðum.
          Til máls tók: Bæjarstjóri.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1401006F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Félagsmálanefnd - 18

            Fundargerðin er í 3. töluliðum.
            Til máls tók: Bæjarstjóri.
            1. tölul.: Reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi vísað til 6. dagskrárliðar.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1401003F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra

              Lagðar fram reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.
              Til máls tóku: GE, bæjarstjóri, ÁS, forseti og MÓH.
              Bæjarstjórn samþykkir reglur Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhreps um ferðaþjónustu fatlaðra.

                Málsnúmer 1401046

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100

                Lögð fram ”Umhverfisskýrsla með deiliskipulagi“ dags. 22. janúar 2014 frá Landmótun ehf ásamt fylgiskjali vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
                Til máls tók: Bæjarstjóri.
                Tekið er fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 sem samþykkt var með breytingum 20. desember 2013, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar dagsettar 10. janúar 2014. Gerðar voru nokkrar lagfæringar á deiliskipulaginu til samræmis við athugasemdir og eru þær eftirfarandi;
                Greinargerð:
                ? Texti lagfærður um minjar þar sem skýrt er frá leyfi Minjastofnunar um að fjórar minjar verði fjarlægðar vegna framkvæmda.
                ? Bætt við texta um einstakar lóðir.
                ? Settur inn fyrirvari um veitingu byggingarleyfis vegna viðbyggingar eða breytinga á húsnæði við Aðalstræti 100 fyrr en fyrir liggur endurskoðað hættumat og settar inn kvaðir um hvað má vera á hættusvæðum A.
                ? Texti um flotbryggju tekinn út.
                Uppdráttur:
                ? Lóðamörk og stærðir lóða sett inn fyrir Loga, félagsheimili, Hlíðskjálf og Bræðraborg.
                ? Skýringar við hættumatslínur lagfærðar.
                ? Byggingarreitur fyrir viðbyggingu hótels settur inn.
                ? Götuheiti lagfærð.

                Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga 123/2010.

                  Málsnúmer 1308015 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00