Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100

Málsnúmer 1308015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. desember 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekið fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100. Deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. október til 3 desember 2013.
Tvær athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Annars vegar frá N1, dags. 29. nóvember 2013 þar sem gerð var athugasemd við að farið sé inn á lóð félagsins og yfir mannvirki á henni með gatnatengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu. Jafnframt er aflögð önnur innkeyrslan frá Strandgötu. Óskað er eftir að bæði vegurinn sunnan lóðarinnar og innkeyrslurnar verði látnar vera eins og þær eru og til viðbótar verði einnig hægt að aka inn og út af lóðinni að sunnanverðu.
Hins vegar barst athugasemd frá Barða Sæmundssyni, dags. 20 nóvember 2013. Í athugasemdinni er bent á að með tillögunni mætti ekki minnka m.v. núverandi ástand og að vegtenging á milli Aðalstrætis og Strandgötu verði löguð þar sem bent er á að skv. lögum á hún að vera 90° en ekki 45° eins og er nú og er óskað þess að það verði lagað í skipulagsvinnunni.
Lagt er til að tillagan verði breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar fyrrnefndra og með þeim breytingum samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




14. október 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulag vegna hótels og nágrennis, Aðalstræti 100 ásamt umhverfisskýrslu tekið fyrir . Deiliskipulagstillaga dagsett 7. október 2013 og umhverfisskýrsla dagsett 4. október 2013.
Endur auglýsa þarf deiliskipulagið vegna formgalla þar sem umhverfisskýrslu vantaði með deiliskipulaginu. Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Minjavörður Vesturlands, 30.sept 2013.
Vegagerðin, 17.sept 2013.
Umhverfisstofnun, 15.mars 2013.
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 14.mars 2013.
Vegagerðin, 12.mars 2013.

Tekið var mið af umsögnum umsagnaraðila við gerð deiliskipulagsins. Umhverfisskýrsla var send Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun til umsagnar 4. október 2013.
Deiliskipulag og umhverfisskýrsla var kynnt almenningi á opnu húsi tæknideildar 11. október 2013.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




16. ágúst 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir matslýsing vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 dagsett 12.08.2013 unna af Landmótun. Fyrihuguð deiliskipulagstillaga mun innifela flóðvarnir sem verja eiga byggingar sem standa við Aðalstræti 98-100 og Aðalstræti 110. Um er að ræða gerð tveggja leiðigarða, einn smágarður ásamt fyllingum og skeringum. Byggingar sem á að verja eru innan hættusvæðis C skv. samþykktu hættumati fyrir byggðina en eftir aðgerðina munu þær falla undir hættusvæði A. Samkvæmt viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 falla snjóflóðavarnir undir framkvæmdir er kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum. Vísað er til greina 2.a. um námuiðnað og efnistöku og 11.k. um snjófljóðavarnagarða til varnar þéttbýli í öðrum viðauka laganna. Markmið með deiliskipulaginu er að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010




22. janúar 2014 – Bæjarstjórn

Lögð fram ”Umhverfisskýrsla með deiliskipulagi“ dags. 22. janúar 2014 frá Landmótun ehf ásamt fylgiskjali vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
Til máls tók: Bæjarstjóri.
Tekið er fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 sem samþykkt var með breytingum 20. desember 2013, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar dagsettar 10. janúar 2014. Gerðar voru nokkrar lagfæringar á deiliskipulaginu til samræmis við athugasemdir og eru þær eftirfarandi;
Greinargerð:
? Texti lagfærður um minjar þar sem skýrt er frá leyfi Minjastofnunar um að fjórar minjar verði fjarlægðar vegna framkvæmda.
? Bætt við texta um einstakar lóðir.
? Settur inn fyrirvari um veitingu byggingarleyfis vegna viðbyggingar eða breytinga á húsnæði við Aðalstræti 100 fyrr en fyrir liggur endurskoðað hættumat og settar inn kvaðir um hvað má vera á hættusvæðum A.
? Texti um flotbryggju tekinn út.
Uppdráttur:
? Lóðamörk og stærðir lóða sett inn fyrir Loga, félagsheimili, Hlíðskjálf og Bræðraborg.
? Skýringar við hættumatslínur lagfærðar.
? Byggingarreitur fyrir viðbyggingu hótels settur inn.
? Götuheiti lagfærð.

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga 123/2010.