Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #271

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 271. fundar miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Í upphafi fundar minntist

    Almenn erindi

    1. Brattahlíð - viðgerðir íþróttahúsnæðis

    Mættir til viðræðna við bæjarstjórn Árni Traustason (ÁT) og Ari Guðmundsson (AG), Verkís, Gunnlaugur B. Jónsson (GBJ), arkitekt, Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir (EGG), arkitekt og Elfar Steinn Karlsson (ESK), forstm. tæknideildar um endurbætur á íþróttamiðstöðinni Brattahlíð, Patreksfirði.
    Til máls tóku: AG og GBJ. Almennar umræður úr sætum milli bæjarfulltrúa og gesta.

      Málsnúmer 1405045 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Ársreikningur Vesturbyggðar 2013

      Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins til seinni umræðu.
      Til máls tók: Forseti.
      Bæjarstjórn endurtekur bókun sína frá 270. fundi 12. maí sl.:
      ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2013 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2013, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 2,9 millj. kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2013.

      Það hefur verið stefna núverandi bæjarstjórnar, allt þetta kjörtímabil að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Það hefur tekist. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins við ársreikning 2010 voru kr. 1.474.156 í samanburði við kr 1.236.329 í lok árs 2013. Tekjur sveitarfélagsins hafa einnig vaxið úr 724 milljónum í 906 milljónir. Sveitarfélagið hefur verið rekið með jákvæðri rekstrarafkomu síðustu 3 ár og skuldaviðmið komið úr 178 % í 136%.
      Aðalmarkmiðið er að auka tekjur sveitarfélagsins og halda í við útgjöld. Umsvif sveitarfélagsins hafa vaxið á undanförnum árum enda hefur verið töluverð fjölgun íbúa í sveitarfélaginu eða 7%, sem kallar á aukna þjónustu. Margt hefur verið gert en enn er fjölmörgum brýnum verkefnum ólokið, eins og gengur og gertist í rekstri sveitarfélaga.
      Á kjörtímabilinu hefur bæjarstjórninni borið gæfa til að vinna vel saman að þeim viðfangsefnum legið hafa fyrir. Markmiðið hefur verið að bæta hag sveitarfélagsins og búsetuskilyrði íbúa. Átök hafa vikið fyrir góðri samvinnu um forgangsmál sveitarfélagsins.
      Bæjarfulltrúar í Vesturbyggð þakka gott samstarf á síðustu 4 árum.

      Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

      ? Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 2,9 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 136% í árslok 2013. Þetta hlutfall var 144% í árslok 2012.
      ? Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru ívið hærri í árslok 2013 en í árslok 2012. Hækkun frá fyrra ári 18 millj. króna.
      ? Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 námu rekstrartekjur A og B-hluta 906 millj. kr. samanborið við 848 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun milli ára nemur því 58 millj. kr.
      ? Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2013 840 millj. kr. en voru 753 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun frá fyrra ári 87 millj. kr.
      ? Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er neikvæður um 15,3 millj. kr.
      ? Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 18,2 millj. kr.
      ? Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2013 námu 64 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 74 millj. kr. árið 2012.
      ? Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 59 millj. kr. á árinu 2013 samanborið við 110 millj. kr. á árinu 2012. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 81 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 66 millj. kr. á árinu 2012.
      ? Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2013 í A og B-hluta námu17,9 millj. kr. samanborið við 0,4 millj. kr. jákvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2012.
      ? Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 45 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 105 millj. kr. árið áður.
      ? Handbært fé hækkaði um 18 millj. kr. á árinu og nam það 19,3 millj. kr. í árslok 2013.“
      Ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 samþykktur samhljóða.

        Málsnúmer 1404074 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        2. Bæjarstjórn - 270

        Fundargerðin lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1404013F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          3. Bæjarráð - 705

          Fundargerðin er í 18. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti, AJ, skrifstofustjóri og bæjarstjóri.
          12. tölul.: Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um skipan fulltrúa í Ungmennaráð.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1405007F 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. Skipulags- og byggingarnefnd - 188

            Fundargerðin er í 9. töluliðum.
            Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, JBGJ, AJ og MÓH.
            2. tölul.: OV umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengs.
            Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá Brekkuvöllum/Haukabergi að Birkimel á Barðaströnd. Framkvæmdin er liður í að útrýma einfasa loftlínukerfi. Umsókninni fylgja teikningar af fyrirhugaðri lagnaleið.

            Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis skv. þeim gögnum sem liggja fyrir.

            6. tölul.: Deiliskipulag ? Fit á Barðaströnd.
            Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fyrir Fit á Barðaströnd. Tillagan var auglýst frá 28. mars með athugasemdafresti til 12. maí. Engar athugasemdir bárust. Um var að ræða endurauglýsingu vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun.

            Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            9. tölul.: Ný vegtenging Aðalstræti/Strandgata.
            Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er óskað framkvæmdaleyfis fyrir nýrri vegtengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu við Aðalstræti 110. Erindinu fylgir teikning unnin af Landmótun dags. 13. maí 2014.

            Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis skv. þeim gögnum sem liggja fyrir.

            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1405002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00