Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #279

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. nóvember 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 279. fundar þriðjudaginn 2. desember 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Mattíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 278

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1411001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 719

      Fundargerðin er í 1. tölulið.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1411007F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 720

        Fundargerðin er í 7. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1411008F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ungmennaráð Vesturbyggðar - 1

          Fundargerðin er í 3. töluliðum.
          Til máls tók: Forseti.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1411004F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags og umhverfisráð - 4

            Fundargerðin er í 9. töluliðum.
            Til máls tóku: ÁS, MJ og bæjarstjóri.
            5.tölul. Breyting á aðalskipulagi.
            Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði.
            Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014.
            Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt. Einnig er gerð breyting á landnotkun á Patreksfirði þar sem verslunar- og þjónustusvæði (V4) er stækkað. Um er að ræða leiðréttingu þar sem lóðin er mun stærri en gildandi aðalskipulag segir til um.
            Fyrir liggja umsagnir um lýsinguna frá Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Lýsingin var ennfremur send Veðurstofunni, en svör hafa ekki borist.

            Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um lagfæringu á mynd sem sýnir gildandi aðalskipulag sem og heiti breytingarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1410018F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarstjórn - 136

              Fundargerðin er í 8. töluliðum.
              Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS og MJ.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1410015F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Almenn erindi

                7. Fjárhagsáætlun 2015

                Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2015 ásamt 4ra ára áætlun 2015-2018. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur hækki um 2.995 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 1.250 þús.kr. eða 1.745 þús.kr. nettóhækkun framlags úr rekstri, yfirlitsblöð, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna og gjaldskrár.
                Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri, ÁS, NÁJ, MJ, ÁDF, GÆÁ og HT.
                Bæjarstjóri flutti stefnuræðu bæjarstjórnar og yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu og að:
                Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 69 millj.kr., fjármagnsliðir eru 65 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 4,0 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 90 millj.kr. Fjárfestingar nettó eru 195 millj.kr., afborganir langtímalána 120 millj.kr. og lántökur 241 millj.kr.

                Fjárhagsáætlun 2015, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2015-2018, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár með breytingum samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1408037 12

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00