Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #284

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. apríl 2015 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 284. fundar þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 283

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1503007F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 728

      Fundargerðin er í 2. töluliðum.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1503010F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 729

        Fundargerðin er í 1. tölulið.
        Til máls tóku: Bæjarstjóri og ÁS.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1503011F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 730

          Fundargerðin er í 1. tölulið.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1504005F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bæjarráð - 730

            Fundargerðin er í 11. töluliðum.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, MJ, forseti, ÁDF, skrifstofustjóri, GÆÁ, ÁS, HT og NÁJ.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1504001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fræðslu og æskulýðsráð - 13

              Fundargerðin er í 11. töluliðum.
              Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, ÁS og NÁJ.
              7.tölul. Bæjarstjórn ítrekar ósk sína að koma á föstudagssamveru á ný.
              11.tölul. Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslu- og æskulýðsráðs og þakkar einnig gefendum spjaldtölva til Grunnskóla Vesturbyggðar.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1503012F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Atvinnu og menningarráð - 3

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                Til máls tók: Skrifstofustjóri.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1503005F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Skipulags og umhverfisráð - 8

                  Fundargerðin er í 7. töluliðum.
                  Til máls tóku: MJ, forseti, HT, GÆÁ, NÁJ og ÁS.
                  3. tölul.: Bæjarstjórn þykir miður að N1 ehf íhugar að leggja niður útiþvottaplan sitt fyrir bíla við bensínafgreiðslustöðina við Aðalstræti, Patreksfirði.
                  7. tölul.: Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og þakkar Ingimundi Andréssyni fyrir góð og farsæl störf hans undangengin ár í þágu sveitarfélagsins. Nýr fulltrúi í skipulags- og umhverfisráði í stað Ingimundar er Barði Sæmundsson.
                  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 1504002F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Almenn erindi

                    9. Ársreikningur 2014

                    Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2014 ásamt sundurliðunarbók.
                    Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og skrifstofustjóri.
                    Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2014, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 34,1 millj. kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 110%, en það var 136% í árslok 2013 og 144% í árslok 2012. Íbúum hefur fjölgað um 4,7% á milli ára.

                    Langtímaskuldir hafa verið greiddar niður um 8 milljónir króna á síðasta ári sem er 22 milljónum krónum lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2014.

                    Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                    - Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 34,1 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 110% í árslok 2014. Þetta hlutfall var 136% í árslok 2013.

                    - Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 3 millj.kr. lægri í árslok 2014 en í árslok 2013.

                    - Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2014 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.118 millj. kr. samanborið við 906 millj. kr. á árinu 2013. Hækkun milli ára nemur því 212 millj. kr.

                    - Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2014 1.046 millj. kr. en voru 840 millj. kr. á árinu 2013. Hækkun frá fyrra ári 206 millj. kr.

                    - Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 11,5 millj.kr. á árinu 2014 en var neikvæður um 15,3 millj. kr. á árinu 2013.

                    - Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 22,6 millj. kr.

                    - Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2014 námu 38 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 64 millj. kr. árið 2013.

                    - Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 86 millj. kr. á árinu 2014 samanborið við 59 millj. kr. á árinu 2013. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 83 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 81 millj. kr. á árinu 2013.

                    - Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (útborganir umfram innborganir) á árinu 2014 í A og B-hluta námu 73,8 millj. kr. samanborið við 17,9 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2013.

                    - Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 13 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 45 millj. kr. árið áður.

                    - Handbært fé lækkaði um 3 millj. kr. á árinu og nam það 16,1 millj. kr. í árslok 2013.“

                    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2014 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður miðvikudaginn 13. maí nk.

                      Málsnúmer 1502074 4

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00