Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #310

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Fundargerð

    1. Bæjarstjórn - 309

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1704007F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      4. Fræðslu og æskulýðsráð - 33

      Fundargerðin er í 4. töluliðum.
      Til máls tók: GBS.
      1.tölul. Skólamál á Bíldudal. Bæjarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur sameiningar grunn- og leikskóla á Bíldudal og stefnt skuli að því að sameiningu verði lokið fyrir 1. ágúst nk.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1704009F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        2. Bæjarráð - 800

        Fundargerðin er í 18. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, GBS og bæjarstjóri.
        3.tölul. Breiðafjarðarferjan Baldur, áætlun. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur gert hlé á ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar þar sem skipið var lánað til Vestmannaeyja til afleysinga á meðan Herjólfur er í slipp.
        Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að taka Breiðafjarðarferjuna Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og atvinnulíf. Bent er á að ferðir Baldurs eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu svo og aðrar útflutningsgreinar. Baldur fer væntanlega í slipp í haust og fækkar það enn ferðum ferjunnar á þessu ári. Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að samgönguyfirvöld útvegi ferju til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af líkt og fordæmi eru fyrir annars staðar í landinu.

        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1704011F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          3. Bæjarráð - 801

          Fundargerðin er í 13. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, GBS, ÁS, HS og GÆÁ.
          1.tölul. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1705003F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hafnarstjórn - 152

            Fundargerðin er í 12. töluliðum.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og HS.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1705004F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skipulags og umhverfisráð - 34

              Fundargerðin er í 13. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti og ÁS.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1704010F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35