Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #317

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 316

    Til máls tóku: Bæjarstjóri og forseti.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1712001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 51

      Fundargerðin er í 2. töluliðum.
      Til máls tók: Forseti.
      1.tölul. Brú lífeyrissjóður ? lífeyrisskuldbindingar í A-deild. Bæjarstjórn samþykkir viðbótarframlag og vísar fjármögnun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1801002F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 824

        Fundargerðin er í 9. töluliðum.
        Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS, HJ, forseti, HT og MJ.
        Magnús Jónsson og Ásthildur Sturludóttir létu bóka að þau hafi vikið af fundi undir afgreiðslu 3. tölul. dagskrár.
        2.tölul. Fjárhagsáætlun 2017 ? viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 5 og viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2017.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1712004F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 825

          Fundargerðin er í 10. töluliðum.
          Til máls tóku: ÁS, HJ, forseti, NÁJ, bæjarstjóri og HT.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1801001F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fræðslu og æskulýðsráð - 38

            Fundargerðin er í 4. töluliðum.
            Til máls tóku: ÁS, bæjarstjóri, HT og MJ.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1801003F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Skipulags og umhverfisráð - 42

              Fundargerðin er í 6. töluliðum.
              Til máls tóku: MJ og HJ.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1711012F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Skipulags og umhverfisráð - 43

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                Til máls tók: ÁS.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1712006F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerð

                  5. Bæjarráð - 826

                  Fundargerðin er í 9. töluliðum.
                  Til máls tóku: Skrifstofustjóri og ÁS.

                  1.tölul. Brú lífeyrissjóður ? lífeyrisskuldbindingar í A-deild. „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 167.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna greiðslu viðbótarlífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins við A-deild Brúar lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga í kjölfar setningu laga nr. 12/2016 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
                  Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
                  2.tölul. Lánasjóður sveitarfélaga ? lántökur 2018. „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 189.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2018 að fjárhæð 23 milljónir króna, 35 millj.kr. til kaupa á nýrri slökkvibifreið, 52 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur og gangstéttir, 54 millj.kr. vegna framkvæmda og/eða endurbóta á skóla-, íþrótta- og öðru húsnæði og 25 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda, sbr. lög um um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
                  Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

                  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 1801005F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Almenn erindi

                    9. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Patreksfirði.

                    Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar um deiliskipulag hafnarsvæðis á Patreksfirði.
                    Til máls tók: Forseti.
                    „Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði frá 2013 vegna lóða á Vatneyri, skipulagsuppdrátt og greinargerð dags. 14. nóvember 2017. Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 30. nóvember til 29. desember 2017 og bárust engar athugasemdir. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

                      Málsnúmer 1711008 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30