Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #320

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 319

    Til máls tók: Forseti.
    2.tölul. Samgöngumál. Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á alþingismenn að samþykkja lög sem heimila framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 fyrir þinglok í vor. Málið þolir ekki frekari bið.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1803007F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 831

      Fundargerðin er í 7. töluliðum.
      Til máls tók: Forseti.
      4.tölul. Rekstur- og fjárhagsstaða 2018. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu gjaldskrár Þjónustumiðstöðva á útleigu áhalda og gjaldskrá gistingar fyrir hópa í skólahúsnæðinu að Birkimel.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1803008F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 832

        Fundargerðin er í 9. töluliðum.
        Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og HT.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1804002F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hafnarstjórn - 158

          Fundargerðin er í 2. töluliðum.
          Til máls tóku: MJ, GÆÁ og forseti.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1803005F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerð

            4. Atvinnu og menningarráð - 20

            Fundargerðin er í 2. töluliðum.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og NÁJ.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1804001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Ársreikningur 2017.

              Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt endurskoðunarskýrslu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG sat fundinn í fjarfundi á Skype og kynnti endurskoðunarskýrslu ársreiknings 2017.
              Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, ÁS, HS, MJ og bæjarstjóri.
              Bæjarstjórn lagði fram bókun: „Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2017 er betri en fjárhagsáætlun ársins 2017 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar A og B-hluti, 35,7 millj.kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri framlögum úr Jöfnunarsjóði, auknum þjónustutekjum og lægri fjármagnskostnaði. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, sem skýrist af einskiptis 40 millj.kr. greiðslu til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Skuldahlutfall í árslok 2017 var 113% og lækkar á milli ára en í árslok 2016 var það 119%. Í árslok 2015 var skuldahlutfallið 115% og 110% í árslok 2014.“

              Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

              ?Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 35,7 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 113% í árslok 2017. Þetta hlutfall var 119% í árslok 2016.
              ?Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 123 millj.kr. hærri í árslok 2017 en í árslok 2016.
              ?Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2017 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.494 millj. kr. samanborið við 1.314 millj. kr. á árinu 2016. Aukning tekna milli ára nemur því 180 millj. kr.
              ?Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2017 1.400 millj. kr. en voru 1.159 millj. kr. á árinu 2016. Hækkun frá fyrra ári 241 millj. kr.
              ?Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 15 millj.kr. á árinu 2017 en var jákvæð um 34 millj. kr. á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A-hluta hefði verið jákvæð um 25 millj.kr. hefði ekki komið til einskiptis greiðsla til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
              ?Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana er jákvæð og í heild sinni var hún jákvæð um 51 millj. kr.
              ?Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2017 námu 58 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 55 millj. kr. árið 2016.
              ?Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 122 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við 169 millj. kr. á árinu 2016. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 146 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við handbært fé frá rekstri 164 millj. kr. á árinu 2016.
              ?Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (fjárfestingar umfram söluverð seldra eigna) á árinu 2017 í A og B-hluta námu 254 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2016.
              ?Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 81 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 116 millj. kr. árið áður.
              ?Handbært fé lækkaði um 28 millj. kr. á milli ára og nam það 52 millj. kr. í árslok 2017.“
              Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2017 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður mánudaginn 30. apríl nk.

                Málsnúmer 1804003 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00