Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #323

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. júní 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson Byggingarfulltrúi

Fjarverandi bæjarfulltrúi: Jón Árnason í h. st. Jörundur Garðarsson.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 323. fundar mánudaginn 11. júní 2018 kl. 17:00 að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir.

Forseti óskar eftir afbrigði þannig að tveir nýir dagskrárliðir bætist við dagskrá fundarins sem 2. tölul., Vesturbyggð - ráðning nýs bæjarstjóra og sem 3. tölul., Vesturbyggð - staðgengill bæjarstjóra.
Afbrigðið samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: ÁS, IMJ
Lögð fram tillaga um að Iða Marsibil Jónsdóttir skipi stöðu forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Tillaga forseta samþykkt samhljóða.
IMJ tók við stjórn fundarins sem forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Forseti tilnefnir ÞSÓ og IMJ sem fulltrúa Nýrrar Sýnar í bæjarráð, MÓÓ og JÁ sem varafulltrúa. Fulltrúi D-lista Í bæjarráði er tilnefndur ÁS og MJ sem varafulltrúi.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að ÞSÓ skipi stöðu formanns bæjarráðs Vesturbyggðar og IMJ varaformann bæjarráðs.
Tillaga forseta samþykkt samhljóða.
Forseti tilnefnir MÓÓ sem fyrsta varaforseti bæjarstjórnar og kallaði eftir tilnefningu D-lista og óháðra sem tilnefndi MJ sem annan varaforseta.
Tillaga samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1806003 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vesturbyggð - ráðning nýs bæjarstjóra.

    Lögð fram tillaga um ráðningarferli nýs bæjarstjóra Vesturbyggðar.
    Til máls tóku: Forseti, FM,

    FM leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar D-lista og óháðra leggja til að reynt verði að ná samkomulagi um áframhaldandi störf fráfarandi bæjarstjóra, áður en auglýst er.

    Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

      Málsnúmer 1806008

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Vesturbyggð - staðgengill bæjarstjóra.

      Lögð fram tillaga um að Gerður Sveinsdóttir gegni stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar þar til ráðningarferli nýs bæjarstjóra Vesturbyggðar lýkur.
      Til máls tóku: Forseti.
      Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1806009

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42