Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #334

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varaformaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 334. fundar fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Varaforseti bæjarstjórnar María Ósk Óskarsdóttir í fjarveru forseta setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Esther Gunnarsdóttir sat fundinn í fjarveru Friðbjargar Matthíasdóttur, Jörundur Garðarsson sat fundinn í fjarveru Iðu Marsibil Jónsdóttur og Davíð Þorgils Valgeirsson sat fundinn í stað Jóns Árnasonar.
Í upphafi fundar bauð varforseti Esther Gunnarsdóttur og Davíð Þorgils Valgeirsson velkomin til síns fyrsta fundar í Bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Ársreikningur 2018

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG sat fundinn í fjarfundi á Skype og kynnti endurskoðunarskýrslu ársreiknings 2018.

Til máls tóku: Forseti, JG, Bæjarstjóri og ÁS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2018 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður miðvikudaginn 15. maí nk.

    Málsnúmer 1903196 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16