Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #353

Fundur haldinn í fjarfundi, 29. október 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 353. fundar fimmtudaginn 29. október kl. 16:00 sem er aukafundur bæjarstjórnar.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Breytingin fjallar um breytingu á afmörkun íbúðarsvæðis við Hafnarbraut og stækkar það nokkuð á kostnað opins svæðis.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsingin verði kynnt opinberlega skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing verði einnig tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2010079 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15