Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #385

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. ágúst 2023 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 385. fundar miðvikudaginn 16. ágúst 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Forseti bar undir fundinn að tekin verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 1 málsnr. 2306080 - Samgönguáætlun 2024-2038 kemur inn á dagskrá að sama skapi fellur út auglýstur dagskrárliður númer 1 málsnr. 2209029 - Skýrsla bæjarstjóra. Jafnframt bætist við liður 3 málsnr. 2209052 - Velferðaþjónusta á Vestfjörðum - viðauki I og liður 4 málsnr. 2308020 - Viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar. Dagskrárliðir 3 - 10 færast niður og verða númer 5 - 12.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Samgönguáætlun 2024-2038

Lögð fyrir umsögn Vesturbyggðar um Samgögnuáætlun fyrir árin 2024 - 2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Vesturbyggð sendi umsögn í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnarfresturinn rann út í lok júlí 2023.

Til máls tók: Forseti

Umsögnin er ítarleg og kaflaskipt. Í kafla 4.0 er farið yfir athugasemdir við jarðgangnaáætlun í 10 liðum þar sem eru gerðar alvarlegar athugasemdir við forgangsröðun jarðgangakosta og þá sérsaklega þær forsendur sem Vegagerðin hefur sett fram í tillögu sinni að forgangsröðun og birt á heimasíðu stofnunarinnar í júní 2023. Vesturbyggð krefst þess að umfjöllun Vegagerðarinnar um jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán verði lagfærð, enda vantar að tilgreina þar mikilvægar forsendur og staðreyndir sem m.a. eru settar fram um aðra jarðgangakosti og koma fram í forgangsröðun Vegagerðarinnar en er eð öllu sleppt í umfjöllun um jarðgögn undir Mikladal og Hálfdán.

Smþykkt samhljóða

  Málsnúmer 2306080 4

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Velferðaþjónusta á Vestfjörðum

  Lagður fram tölvupóstur KPMG, dags. 4. júlí 2023 ásamt viðauka við samning um velferðaþjónsutu á Vestfjörðum vegna aðildar Strandabyggðar að samningnum.

  Til máls tók: Foresti

  Bæjarstjórn samþykkir að vísa viðaukunum áfram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

   Málsnúmer 2209052 11

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Velferðaþjónusta á Vestfjörðum - viðauki I

   Lagður fram tölvupóstur KPMG, dags. 4. júlí 2023 ásamt viðauka við samning um velferðaþjónsutu á Vestfjörðum vegna aðildar Strandabyggðar að samningnum.

   Til máls tók: Foresti

   Bæjarstjórn samþykkir að vísa viðaukunum áfram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Málsnúmer 2209052 11

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

    Lagður fram tölvupóstur KPMG, dags. 4. júlí 2023 ásamt viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar vegna fullnaðarafgreiðsluheimildar starfsfólks Ísafjarðabæjar í tengslum við samstarf um velferðaþjónustu á Vestfjörðum. Lagt er fyrir til fyrri umræðu.

    Til máls tók: Forseti

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar áfram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

     Málsnúmer 2308020 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Farvegur neðan Stekkagils - Umsókn um framkvæmdaleyfi

     Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, dagsett 14. ágúst 2023. Í umsókninni er sótt um leyfi vegna framkvæmda í Stekkagili í Patreksfirði.

     Framkvæmdin er hluti af bráðaaðgerðum Ofanflóðasjóðs og verða í farvegi neðan Stekkagils. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd og verkteikningar sem lýsa framkvæmdinni.

     Til máls tók: Forseti

     Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2308010

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerð

      6. Bæjarráð - 964


      7. Bæjarráð - 965


      8. Bæjarráð - 966

      Lögð fram til kynningar fundargerð 966. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 8. ágúst 2023. Fundargerð er í 14 liðum.

      Til máls tóku: Forseti, GE og GBS.

      Málsnúmer 2307003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      9. Skipulags og umhverfisráð - 108


      10. Hafna- og atvinnumálaráð - 51

      Lögð fram til kynningar fundargerð 51. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 10. júlí 2023. Fundargerð er í 2 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2307001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      11. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 67


      12. Menningar- og ferðamálaráð - 29

      Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 27. júní 2023. Fundargerð er í 5 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2305004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:33