Hoppa yfir valmynd

Viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

Málsnúmer 2308020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fram tölvupóstur KPMG, dags. 4. júlí 2023 ásamt viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar vegna fullnaðarafgreiðsluheimildar starfsfólks Ísafjarðabæjar í tengslum við samstarf um velferðaþjónustu á Vestfjörðum. Lagt er fyrir til fyrri umræðu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar áfram til síðari umræðu í bæjarstjórn.
18. október 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir í annarri umræðu viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar vegna fullnaðarafgreiðsluheimildar starfsfólks Ísafjarðabæjar í tengslum við samstarf um velferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og felur bæjarstjóra að senda í B-deild stjórnartíðinda.