Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. september 2012 og hófst hann kl. 16:30
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn mál
1. Ársreikningar 2011
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar ársins 2011 ásamt ábendingum endurskoðenda. Framkvæmdastjóri félagsins fór yfir helstu liði ársreikningsins en hann sýnir að rekstrartekjur námu kr.
? Rekstrartekjur ársins voru 32.303.123 kr
? Rekstrargjöld 24.050.088 kr.
? Fjármagnsgjöld eru 27.324.384 kr.
? Tap ársins er 19.071.349 kr. Til samanburðar var tap ársins 2009 18.877.895 kr.
? Bókfærðar eignir eru samtals 223.628.879 kr.
? Skuldir eru samtals 353.181.371 kr.
? Handbært fá frá rekstri er neikvætt kr.
Á fasteignum félagsins sem bókfærðar eru á 235,5 milljónir kr. hvíla þinglýst veð til tryggingar skuldum sem voru að eftirstöðvum 336 millj. Kr. í árslok 2010.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. Samþykkir framlagða ársreikninga.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar staðfestir ársreikninga fyrir árið 2011. Næsti fundur stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar verður aðalfundur stjórnar.
2. Sala íbúðar: Sigtún 57, eh.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar samþykkir tilboð Jennýar Þóru Óladóttur, Mýrum 5, Patreksfirði. Framkvæmdastjóra falið að gagna frá kaupsamningi, óska eftir framlagi frá Varasjóði Húsnæðismála og ganga frá uppgreiðslu lána hjá Íbúðarlánasjóði.
3. Sala íbúðar: Balar 6 1hv
Tilboð Arnar Smárasonar að upphæð 3,2 milljónir í Bala 6, 1. hv samþykkt af stjórn Fasteigna Vesturbyggðar. Framkvæmdastjóra Fasteigna Vesturbyggðar falið að ganga frá sölu íbúðar og sækja um framlag til Varasjóðs húsnæðismála. Framkvæmdastjóra einnig falið að óska eftir gerð eignaskiptasamninga við byggingarfulltrúa á fasteignum í eigu FV.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30