Fundur haldinn í fjarfundi, 20. júlí 2022 og hófst hann kl. 13:30
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Húsfélagið Sigtún 57-67 Fundargerðir og fl.
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð aðalfundar Húsfélags Sigtúns 57-67. Taka þarf afstöðu til kostnaðarhlutdeildar Vesturbyggðar í fyrirhuguðum framkvæmdum við viðhald á raðhúsalengju. Áætlaður viðbótarkostnaður við hvora íbúð eftir að búið er að greiða út úr framkvæmdasjóð þá upphæð sem til er þar, er:
Sigtún 59 kr. 1.863.127.- og
Sigtún 67 kr. 1.452.848.-
Stjórn Fasteigna Vesturbyggða samþykkir ofangreindar framkvæmdir fyrir sitt leyti og vísar því áfram til bæjarráðs til samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45