Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #13

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir

    Almenn erindi

    1. Fjallskil 2016

    Farið var yfir gögn sem borist hafa vegna Fjallskila 2016. Ekki hafa allir leitarstjórar skilað inn gögnum og er búið að hafa samband við þá sem ekki hafa skilað og óskað eftir því að gögnin verði send sem fyrst.

      Málsnúmer 1608022 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fundur fjallskilastjórnar Vestfjarða

      Ásgeir Sveinsson fór á fund formanna fjallskilanefnda sem haldinn var á Reykhólum 29. mars síðastliðinn. Ásgeir fór yfir það sem rætt var á fundinum. Ásvaldur Magnússon frá Tröð í Ísafjarðabæ var kosinn formaður stjórnar. Fundargerð liggur ekki fyrir en mun verði lögð til kynningar þegar að hún berst.

        Málsnúmer 1704046 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjallskilasjóður

        Fjallskilnefnd óskar eftir því að Fjallskilasjóður verði formlega stofnaður og skrifstofustjóra Vesturbyggðar verði falið að stofna sjóðinn. Sjóðurinn verði vistaður hjá Vesturbyggð. Framlög í sjóðinn verði skv. bókun á fundi nefndarinnar þann 21. desember 2016 í hlutföllunum 75/25. Þar sem Vesturbyggð greiðir 75% á móti Tálknafjarðahreppi sem greiðir 25%.

          Málsnúmer 1608023 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15