Hoppa yfir valmynd

Fjallskilasjóður

Málsnúmer 1608023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. ágúst 2016 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lagt er til að stofnaður verði sameiginlegur fjallskilasjóður og stofnframlagið skiptist 75/25 milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Ljóst er að fyrir fjallskil árið 2017 þarf að ráðast í endurbætur og byggingu á fjárréttum.




23. ágúst 2016 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Frestað til næsta fundar, formanni Fjallskilanefndar falið að afla frekari gagna.




23. febrúar 2017 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Fjallskilanefnd leggur til við samráðsnefnd að nefndin taki til skoðunar kostnað við fjallskil 2015 og 2016 hjá sveitarfélögunum og hvernig skiptingu hans skuli háttað. Nefndin leggur til að fjallskilasjóður skuli vistaður hjá Tálknafjarðarhreppi.




21. apríl 2017 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Fjallskilnefnd óskar eftir því að Fjallskilasjóður verði formlega stofnaður og skrifstofustjóra Vesturbyggðar verði falið að stofna sjóðinn. Sjóðurinn verði vistaður hjá Vesturbyggð. Framlög í sjóðinn verði skv. bókun á fundi nefndarinnar þann 21. desember 2016 í hlutföllunum 75/25. Þar sem Vesturbyggð greiðir 75% á móti Tálknafjarðahreppi sem greiðir 25%.