Fundur haldinn í skrifstofu Tálknafjarðahrepps, 17. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðni Ólafsson (GÓ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) sveitarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Fjallskil 2018, vanefni á greiðslum.
Lagt fram bréf frá Pálínu Kristínu Hermannsdóttur og Marinó Bjarnasyni dags. 29. nóvember 2019 ásamt afrit af bréfi bæjarstjóra Vesturbyggðar dags. 11. febrúar 2020 til Bændasamtaka Íslands vegna fjallskila í Vesturbyggð.
Fjallskilanefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar að svara bréfinu frá Pálínu og Marinó í samræmi við umræður á fundinum.
3. Fundur með sauðfjárbændum
Rætt um fund um fjallskil með sauðfjárbændum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.
Ákveðið var að fundurinn verði haldinn mánudaginn 2. mars 2020 á Patreksfirði kl. 19:30. Ólafur Dýrmundsson mun flytja erindi á fundinum fyrir sauðfjárbændur og farið yfir drög að fjallskilaseðli 2020.
Fjallskilanefnd leggur til að sveitarfélögin muni bera kostnað af fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:37