Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #24

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. september 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Guðni Ólafsson (GÓ) formaður
  • Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Víðir Hólm Guðbjartsson boðaði forföll.

Almenn erindi

1. Fjallskil 2020

Lagðar fram athugasemdir við fjallskilaseðil 2020, þ.e. athugasemdir frá Jóhanni Pétri Ágústssyni og Halldóru Ingibjörgu Ragnarsdóttur, dags. 7. september 2020, Marinó Bjarnasyni og Freyju Magnúsdóttur, dags. 10. september 2020, Ásgeiri Sveinssyni, dags. 10. September 2020 og Pálínu Kr. Hermannsdóttur dags. 12. september 2020.

Fjallskilanefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir. Fjallskilaseðilinn 2020 var uppfærður miðað við þær athugasemdir sem unnt er að bregðast við að svo stöddu.

Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitastjóra Tálknafjarðahrepps falið að birta uppfærðan fjallskilaseðil 2020 og svara öðrum ábendingum og athugasemdum með skriflegum hætti til framangreindra bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

    Málsnúmer 2008019 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Kortlagning beitilanda sauðfjár - Landgræðslan

    Lagt fram erindi frá Landgræðslunni dags. 19. mars 2020. Í erindinu er kynnt ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi og kortlagning þeirra svæða sem eru nýtt eru fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Í erindinu er óskað eftir rýni á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Erindinu var vísað til fjallskilanefndar af skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar á 71. fundi ráðsins. Einnig var lagt fram ástandskort yfir beitilönd úr GróLind.

    Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemdir við flokkun skv. framlögðu korti um ástand beitilands í sveitarfélögunum tveimur.

      Málsnúmer 2003037 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjallskil 2018, vanefni á greiðslum.

      Lagður fram tölvupóstur Bændasamtaka Íslands, dags. 4. júní 2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við bréf bæjarstjórans í Vesturbyggð dags. 11. febrúar 2020 og þess óskað að athugasemdirnar verði teknar fyrir hjá fjallskilanefnd ásamt því að ítrekuð er krafa frá Marinó Bjarnasyni og Pálínu Hermannsdóttur, um að reikningar vegna fjallskila 2018 verði greiddir án tafar.

      Fjallskilanefnd bendir á að þar sem engum fjármunum hafi verið til að dreifa í fjallskilasjóði, þar sem hann hafði ekki verið stofnaður fyrr en 1. janúar 2020, hafi nefndin ekki getað ákveðið án aðkomu bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðahrepps að greiða umrædda reikninga. Á 18. fundi fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar 29. janúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Nefndin fór yfir fjallskilakostnað fyrir árin 2014 til 2018 og útistandandi kostnað vegna fjallskila 2018. Nefndin leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar að greiddur verði úr sveitarsjóði sveitarfélaganna kostnaður vegna fjallskila á árinu 2018 skv. 46. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr. 6/1986." Bæjarstjórn og sveitarstjórn höfnuðu tillögunni þar sem ekki lágu fyrir skýrar heimildir til greiðslu þessa kostnaðar úr sveitarstjóðum, né hafi verið gert ráð fyrir slíkum útgjöldum í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna. Málið var því tekið upp að nýju á 19. fundi fjallskilanefndar þann 14. ágúst 2019 þar sem greiðslu reikninganna var hafnað og tilkynnt var um það með bréfi dags. 16. ágúst 2019.

      Fjallskilanefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar að svara erindi Bændasamtaka Íslands.

        Málsnúmer 1912007 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:28