Fundur haldinn í fjarfundi, 2. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðni Ólafsson (GÓ) formaður
- Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Starfsmenn
- Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Fjallskil 2020 - heimtur sauðfjár og eigendur - upplýsingar frá réttarstjórum
Rætt var um skil á upplýsingum um fjölda sauðfjár og eigendur þess fjár sem heimt var í smalamenskum haustið 2020. Ekki liggja fyrir upplýsingar af öllum leitarsvæðum en áætlað er að bæta upplýsingaöflun við leitir 2021.
2. Eyðijarðir - fjallskil
Rætt var um þau landsvæði sem fallið geta undir 41. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, þar sem segir að ef sveitarfélag eða verulegur hluti þess fellur úr byggð skuli stjórn fjallskilaumdæmis sjá um, að fjallskil séu framkvæmd á eyðilöndum.
Fjallskilanefnd leggur til að unnið verði kort sem sýni þau landsvæði sem um ræðir og fallið hafa úr byggð. Kortið verði kynnt á heimasíðu sveitarfélaganna og kallað verði eftir tillögum og ábendingum um mörk eyðilanda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00