Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #25

Fundur haldinn í fjarfundi, 2. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðni Ólafsson (GÓ) formaður
  • Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fjallskil 2020 - heimtur sauðfjár og eigendur - upplýsingar frá réttarstjórum

Rætt var um skil á upplýsingum um fjölda sauðfjár og eigendur þess fjár sem heimt var í smalamenskum haustið 2020. Ekki liggja fyrir upplýsingar af öllum leitarsvæðum en áætlað er að bæta upplýsingaöflun við leitir 2021.

    Málsnúmer 2010021

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Eyðijarðir - fjallskil

    Rætt var um þau landsvæði sem fallið geta undir 41. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, þar sem segir að ef sveitarfélag eða verulegur hluti þess fellur úr byggð skuli stjórn fjallskilaumdæmis sjá um, að fjallskil séu framkvæmd á eyðilöndum.

    Fjallskilanefnd leggur til að unnið verði kort sem sýni þau landsvæði sem um ræðir og fallið hafa úr byggð. Kortið verði kynnt á heimasíðu sveitarfélaganna og kallað verði eftir tillögum og ábendingum um mörk eyðilanda.

      Málsnúmer 2009001 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00