Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #3

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. september 2024 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
Starfsmenn
  • Hafdís Helga Bjarnadóttir () embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Hafdís Helga Bjarnadóttir Tómstundafulltrúi

Almenn mál

1. Skóladagatal í leik- og grunnskóla 2024 - 2025

Samræmd grunn- og leikskóladagatöl fyrir veturinn 2024- 2025 lögð fyrir.

Lögð fram samræmd skóladagatöl fyrir annars vegar leikskóla og hins vegar grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025 í sveitarfélaginu. Skóladagatöl samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

Aðilar skipaðir í nefnd sem vinnur að móttökuáætlun Vesturbyggðar fyrir íbúa af erlendum uppruna.

Rætt um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í starfshóp við gerð móttökuáætlunar fyrir íbúa af erlendum uppruna: Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Joanna Kozuch, Ryte Maumeviciut, Jessika Guerrero og Pawel Dobosz.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Rætt um áherslur fjölskylduráðs fyrir komandi fjárhagsáætlunarvinnu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Bæjarstjóri upplýsir fjölskylduráð um stöðu verkefnisins. Fjölskylduráð leggur áherslu á að þrýst verði á stjórnvöld að koma verkefninu í framkvæmd þar sem gríðarleg þörf er fyrir úrbætur á aðstöðu vistmanna á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Stefnumótun í íþróttamálum Vesturbyggðar

Nú þegar sveitarfélögin hafa verið sameinuð skapast tækifæri til að sækja fram með stefnumótun í íþróttamálum. Aukin þátttaka íbúa í íþróttum og hreyfingu stuðlar að bættri lýðheilsu og almennri vellíðan. Íþróttastarf er mikilvægur þáttur í að bæta lífsgæði íbúa og hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Öflugt íþróttastarf er ekki aðeins mikilvægt fyrir lýðheilsu, heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á byggðaþróun. Með því að byggja upp sterkt og aðlaðandi íþróttastarf eykst aðdráttarafl sveitarfélagsins fyrir nýja íbúa og styrkir samfélagslega samstöðu.Því er mikilvægt að móta skýra stefnu um hvernig við viljum haga íþróttastarfi innan sveitarfélagsins til framtíðar, með það að markmiði að skapa faglega umgjörð fyrir íþróttaiðkun.

Fjölskylduráð leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun næsta árs til þess að fá ráðgjöf við stefnumótun sem yrði unnin í breiðu samráði sveitarfélagsins, íbúa, íþróttafélaga á svæðinu og annarra hagaðila.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn mál - umsagnir og vísanir

6. Til samráðs -Breytingar á tilvísunum fyrir börn

Lagður fram tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 5. maí sl. með ósk um umsögn um breytingar á tilvísunum fyrir börn.

Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Mál lagt fyrir til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Til samráðs - Hvítbók í málefnum innflytjenda

Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 24. maí sl með ósk um umsögn um hvítbók í málefnum innflytjenda.

Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Mál lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

8. Ungmennaþing í Vesturbyggð

Ráðgert er að hafa ungmennaþing í Vesturbyggð nú á haustdögum.

Fjölskylduráð fagnar framtakinu þar sem mikilvægt er að raddir allra íbúa heyrist og hvetur fulltrúa heimastjórna og bæjarfulltrúa til að taka þátt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Mál lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00