Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #15

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. ágúst 2015 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.
    Málefni leikskóla voru teknir fyrir fyrst. Helga Bjarnadóttir og Birna Guðrún Jónsdóttir sátu fundinn undir þeim lið.
    Guðrún Norðfjörð sat fundinn einnig sem áheyrnarfulltrúi kennara.

    Almenn erindi

    1. Úthlutun ír Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015

    Lagt fram til kynningar. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. GV fékk úthlutað kennslu vegna spjaldtölvuvæðingar.

      Málsnúmer 1507016

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. LV: Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga

      Lagt fram bréf frá Mennta-og menningarráðuneyti vegna foreldraráðs.
      Kosið verður í foreldraráð í fyrstu viku september. Máli frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1508028

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. GV: Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga

        Lagt fram bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti þar sem GV er hvattur til að birta ýmsar upplýsingar um starfsemi skólans á vef GV. Skólastjóri fór yfir málið. Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1508027

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skýrsla Grunnskóla Vesturbyggðar fyrir árið 2014-2015

          Lögð fram til kynningar skýrsla Grunnskóla Vesturbyggðar fyrir árið 2014-2015. Skólastjóri fór kynnti.

            Málsnúmer 1508026

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Staða í upphafi skólaárs 2015.

            Engin fundagögn, skólastjóri fer yfir stöðuna.

            Á Leikskólum Vesturbyggðar er nánast fullmannað.
            Á Arakletti eru um 40 börn.
            Á Tjarnarbrekku eru 16 börn.
            Ákveðið að gera könnun á áhuga á lengdum opnunartíma og sumarleyfum næsta sumar á leikskólum.

            Grunnskóli Vesturbyggðar er fullmannaður í upphafi skólaárs.
            Fjöldi nemenda er 136 í GV, 71 drengir og 66 stúlkur.
            Í Patreksskóla 98 nemendur, 53 strákar og 45 stelpur.
            Í Bíldudalsskóla er 33 nemendur, 14 strákar og 19 stelpur.
            Í Birkimelsskóla eru 5 nemendur, 3 strákar og 2 stelpur.
            Starfsmannafjöldi er 29 við Grunnskóla Vesturbyggðar.
            Áfram verður unnið með Tröppu ehf. með talþjálfun með nemendum í leik-og grunnskólum Vesturbyggðar.

              Málsnúmer 1508025

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Málefni tónlistarskóla Vesturbyggðar

              Rætt um málefni Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Skólastjóri tónlistarskóla er komin í ótímabundið veikindaleyfi.
              Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir skólastjóra tónlistarskóla, tímabundið, vegna veikinda.
              Jafnframt verði skoðað samstarf við Tálknafjarðarhrepp um tónlistarkennslu.

                Málsnúmer 1508024 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Mennta-og menningaráðuneytið verkefnið þjóðarsátt um læsi

                Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur samþykkt þátttöku.

                  Málsnúmer 1507063 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um styrk vegna skólabókasafns Bíldudal

                  Vísað til fræðsluráðs frá bæjarráði. Lögð fram umsókn frá Marte Engelsen Strandbakken, Klöru Berglindi Hjálmarsdóttur, Birnu Guðrúnu Jónsdóttur og Sigríði Bjarnadóttur, vegna skólabókasafns á Bíldudal. Heildarkostnaður við verkefnið er 2,3 milljónir. Fræðsluráð tekur mjög vel í umsóknina og leggur til að umsókninni verði vísað til fjárhagsáætlunar 2016.

                    Málsnúmer 1508004 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00