Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #16

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. september 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Elsa Reimarsdóttir Frístundafulltrúi

Guðrún Norðfjörð fulltrúi starfsmanna skóla sat fundinn undir liðunum 1.-5.

Almenn erindi

1. Íþróttafulltrúi, kynning starfsmanns.

Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi kynnti starf sitt sem íþróttafulltrúa HHF. Íþróttaskólinn hófst nú í haust á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði en starfið er ætlað börnum í 1.-4. bekk, hvar markmið er að börnin kynnist flestum greinum. Þrjá daga í viku er grunnþjálfun og boltaskóli tvisvar í viku. Páll sér um kennsluna á Bíldudal en Þorbjörg á Patreksfirði. Þátttaka í íþróttaskólanum er góð, en 83% barna taka þátt. Markmiðið er að öll börn á þessum aldri taki þátt. Með þessu starfi er börnum kennt að hreyfing er eðlilegur hluti af daglegu lífi. Páll er jafnframt framkvæmdastjóri HHF sem einkum felur í sér skipulag íþróttamóta og annað starf, ásamt daglegum rekstri, og er fulltrúi í SamVest. Í starfinu felst einnig aðstoð við aðildarfélög HHF. Samræming íþróttastarfs er hafin þar sem markmið er að gæði þjálfunar séu mikil og svipað starf í boði í öllum kjörnum auk þess sem um samæfingar hefur verið að ræða. Nú þegar keppa öll lið frá íþróttafélögum á svæðinu undir nafni HHF. Starf íþróttafulltrúa er í samstarfi við Tálknafjarðarhrepp.
Rætt um hvata til þess að auka enn frekar þátttöku í íþróttaskólanum, m.a. að barnasundkort gæti fylgt með skráningu í íþróttaskólann.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ársskýrsla Leikskóla Vesturbyggðar

Helga Bjarnadóttir og Birna Jónsdóttir fluttu ársskýrslu Leikskóla Vesturbyggðar.
Fram komu ábendingar varðandi skólalóðina á Arakletti sem þarf að aðlaga að þörfum allra yngstu barnanna. Seinlega gengur að fá viðgerðir á leikskólalóðinni og tækjum. Fræðsluráð leggur áherslu á að öryggismál séu í lagi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Valgreinar á unglingastigi

Nemendum í 8.-10. bekk stendur til boða meira val á þessu skólaári en verið hefur. Gústaf Gústafsson aðstoðarskólastjóri kynnti fyrirkomulag námsins fyrir nefndinni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Lengd viðvera í Patreksskóla

Guðrún Anna Finnbogadóttir sendi erindi til fræðslunefndar vegna lengdrar viðveru í Patreksskóla og samanburð á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga. Guðrún Anna vék af fundi undir umræðum.
Fræðslu- og æskulýðsráð telur að taka þurfi gjaldskrá lengdrar viðveru til endurskoðunar og auka sveigjanleika dvalartíma. Jafnframt telur ráðið mikilvægt að koma á fót lengdri viðveru á Bíldudal sem allra fyrst.
Fræðslu- og æskulýðsráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Skólaþing sveitarfélaga á Vestfjörðum, 1. október 2015

Fulltrúar í fræðsluráði eru hvattir til þess að mæta á Skólaþingið sem haldið verður á Patreksfirði þann 1. október 2015.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjárhagsáætlun

Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar kynnt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fulltrúi í Ungmennaráð Vesturbyggðar

Rætt var um að tengiliður Ungmennaráðs við Fræðslu og æskulýðsráð komi úr röðum nefndarmanna í Ungmennaráði. Vísað til næsta fundar Ungmennaráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Tónlistarskóli, staða.

Farið yfir stöðu mála í tónlistarskólanum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00