Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #19

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. janúar 2016 og hófst hann kl. 00:00

    Fundargerð ritaði

    Iða Marsibil sat fundinn í gegnum síma.

    Almenn erindi

    1. Ráðning skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar í veikindaleyfi.

    Auglýst var eftir skólastjóra í veikindaleyfi núverandi skólastjóra og stöðu tónlistarkennara. Enginn kennari er starfandi við tónlistarskólann í dag og mikilvægt að ráða aðila til starfa sem fyrst. Þrjár umsóknir bárust. Fræðsluráð leggur til að Kristinn Jóhann Níelsson, Fil. Cand í tónlistarfræðum og MA í hagnýtri menningarmiðlun verði ráðinn til tímabundinna starfa sem skólastjóri. Kristinn var áður tónlistarskólastjóri á Flateyri, Bolungarvík og í Vík í Mýrdal og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði.

    Fræðslunefnd telur sömuleiðis mikilvægt að ráða kennara til viðbótar við starf skólastjóra í samræmi við áherslur bæjarstjórnar í fjárhagsáætlun 2016 um stofnun listaskóla í Vesturbyggð.

      Málsnúmer 1601012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00