Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #20

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 3. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir Félagsmálastjóri

    Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll. Kristín Brynja Gunnarsdóttir boðaði forföll.

    Almenn erindi

    1. Kynning á fulltrúa frá ungmennaráði, tengiliður við Fræðsluráð

    Kynntur var tengliður Ungmennaráðs við Fræðsluráð - Matthías Guðmundsson er aðalmaður og Guðrún Ýr Grétarsdóttir varamaður. Tengiliður mun mæta á fund við næsta tækifæri.

      Málsnúmer 1601056

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Kynning á nýjum tónlistarskólastjóra og hvað er framundan.

      Ákvörðun fræðslunefndar frá 19. fundi nefndarinnar um ráðningu Kristinn Níelsson var dregin til baka.
      Einar Bragi Bragason var ráðinn tímabundið sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og mætti hann til fundarins og ræddi verkefni vetrarins. Fræðslu- og æskulýðsráð býður Einar Braga velkominn til starfa.
      Nú eru skráð 68 börn í tónlistarskólann og hafa undanfarnar vikur farið í að skipuleggja tíma nemenda og er starfið nú hafið. Tveir stundakennarar hafa einnig tekið til starfa, Magni Smárason á gítar og bassa og Marte Strandbakken á píanó, blokkflautur og söng.

        Málsnúmer 1601055

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Könnun á lengdum opnunartíma leikskóla

        Í október 2015 var lögð könnun fyrir foreldra varðandi lengdan opnunartíma, til 17:00. Fræðsluráð leggur til að könnunin verði lögð fyrir að nýju og skilgreint verði nánar hver lágmarksfjöldi barna þarf að vera til þess að tíminn verði lengdur.

          Málsnúmer 1601054

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sumarleyfi á leikskólum

          Rætt um niðurstöðu könnunar sem gerð var hjá leikskólum Vesturbyggðar á sumarleyfistíma síðasta sumars og var ánægja hjá meirihluta foreldra með breytinguna. Verður sama fyrirkomulag sumarið 2016.

            Málsnúmer 1601053 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00