Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Páll Vilhjálmsson frá HHF
Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri HHF og íþróttafulltrúi kom á fundinn og kynnti fyrir ráðinu í hverju hans starf felst og í hvaða verkefnum hann er aðallega að vinna í. Jafnframt fór Páll yfir hugmyndir sínar að mögulegri þróun á starfi íþróttafulltrúa.
Til kynningar
3. Lög um persónuvernd
Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri fór yfir og kynnti skref að innleiðingu nýrra persónuverndarlaga. Mikilvægt er að sveitarfélagið hefji innleiðinguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00