Fundur haldinn í Bíldudalsskóli, 15. maí 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Skólaþjónusta í Vesturbyggð
Lögð fram til kynningar skýrslur námsráðgjafa og sálfræðings skólaþjónustunnar fyrir skólaárið 2017-2018.
2. Starfsmannamál fyrir skólaárið 2018-2019
Farið yfir starfsmannamál fyrir skólaárið 2018-2019. Auglýsingar hafa ekki borið árangur. Lausar stöður verða auglýstar að nýju.
3. Fræðslumál á Barðaströnd
Kynntar niðurstöður viðræðna við foreldra leikskólabarna á Barðaströnd. Á næsta skólaári verða 4 leikskólabörn og 2 grunnskólabörn. Fyrir liggur að leitað verður eftir tilboðum í sameiginlegan skólaakstur grunn- og leikskólabarna af Barðaströnd.
4. Framlenging/breyting á samningi við HHF varðandi stöðu íþróttafulltrúa sem rnnur út í júní nk.
Samningur um íþróttafulltrúa HHF og sveitarfélaganna rennur út í júní næstkomandi. Fyrirhugað er að starf íþróttafulltrúa fari undir sveitarfélögin þegar samningurinn rennur út.
6. Skólaráð í skólum Vesturbyggðar
Fræðslu- og æskulýðsráð minnir á að fundargerðir skólaráða skólanna eiga að koma til kynningar til ráðsins. Það er á ábyrgð skólastjóra hvers skóla að senda inn fundargerðirnar.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00