Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir (NSP) embættismaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Breglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Erindisbréf og hlutverk skólanefnda
Reglur, lög og skyldur kynntar. Erindisbréf lagt fram. Reglur um trúnaðarskyldur undirritaðar
2. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022
Trúnaðaryfirlýsing lögð fram. Viðstaddir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.
3. Trappa ehf - Stöðuskýrsla 2018
Stöðuskýrsla frá Tröppu lögð fram til kynningar.Farið var yfir þessa þjónustu á fundi með Kristrúnu Lind Birgisdóttur 16.ágúst sl. Skólastjórar lýstu yfir ánægju með þessa þjónustu.Samningur við Tröppu verður endurnýjaður.
4. Staða í starfsmannamálum skólanna
Starfsmannamál í Tónlistarskólanum.Áfram fjarkennsla í gítarleik. Staðan er nokkuð góð en enn vantar píanókennara.
Fullmannað er í Bíldudalsskóla. Enn vantar kennara í Patreksskóla en leysist um áramót. Það vantar enn fólk í Araklett bæði í eldhús og almennt inn á deild.
5. Húsnæði og skólaakstur
Húsnæði Arakletts er of lítið og orðið yfirfullt. Fyrirséð er að ekki verður hægt að taka inn börn næsta haust. Engar framkvæmdir voru innanhúss en bráðliggur á þeim. Það ríkir ánægja með það sem gert var við skólalóðina og vonast er til að það verði klárað.Í Patreksskóla er ekki búið að framkvæma það sem átti að gera í sumar en áætlað er að það klárist fljótlega. Það þarf að leggja verulega vinnu í skólalóðina en veruleg óánægja er með hana.
Í Tjarnarbrekkur er ánægja með breytingar innanhúss. En laga þarf leikskólalóðina að sögn skólastjóra. Ljúka þarf við framkvæmdir innanhúss í Bíldudalsskóla. Laga þarf aðgengi að skólanu og von er á nýju leiktæki á skólalóðina.
6. Skólaakstur
Gerður Sveinsdóttir kom á fundinn að kynna stöðu skólaaksturs leik-, grunnskólabarna frá Barðaströnd í skóla á Patreksfirði. 6 börn verða í skólaakstri , tvö í grunnskóla og fjögur í leikskóla. Starfsmaður fylgir börnunum í skólabílinn auk bílstjóra.
Nemendur í Bíldudalsskóla koma í kennslu í Patreksskóla á föstudögum.
Enginn skólaakstur verður í Bíldudalsskóla úr sveitinni.
7. Frístund
Kynnt staðan í Frístund á Patreksfirði og Bíldudal. Skráningar standa yfir og starfsmannafjöldinn ræðst af skráningum. Starfssemin hefst 23.ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00