Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #43

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir (NSP) embættismaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Breglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

Almenn erindi

1. Erindisbréf og hlutverk skólanefnda

Reglur, lög og skyldur kynntar. Erindisbréf lagt fram. Reglur um trúnaðarskyldur undirritaðar

    Málsnúmer 1808021

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

    Trúnaðaryfirlýsing lögð fram. Viðstaddir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.

      Málsnúmer 1808020 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Trappa ehf - Stöðuskýrsla 2018

      Stöðuskýrsla frá Tröppu lögð fram til kynningar.Farið var yfir þessa þjónustu á fundi með Kristrúnu Lind Birgisdóttur 16.ágúst sl. Skólastjórar lýstu yfir ánægju með þessa þjónustu.Samningur við Tröppu verður endurnýjaður.

        Málsnúmer 1808023

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Staða í starfsmannamálum skólanna

        Starfsmannamál í Tónlistarskólanum.Áfram fjarkennsla í gítarleik. Staðan er nokkuð góð en enn vantar píanókennara.
        Fullmannað er í Bíldudalsskóla. Enn vantar kennara í Patreksskóla en leysist um áramót. Það vantar enn fólk í Araklett bæði í eldhús og almennt inn á deild.

          Málsnúmer 1808025 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Húsnæði og skólaakstur

          Húsnæði Arakletts er of lítið og orðið yfirfullt. Fyrirséð er að ekki verður hægt að taka inn börn næsta haust. Engar framkvæmdir voru innanhúss en bráðliggur á þeim. Það ríkir ánægja með það sem gert var við skólalóðina og vonast er til að það verði klárað.Í Patreksskóla er ekki búið að framkvæma það sem átti að gera í sumar en áætlað er að það klárist fljótlega. Það þarf að leggja verulega vinnu í skólalóðina en veruleg óánægja er með hana.
          Í Tjarnarbrekkur er ánægja með breytingar innanhúss. En laga þarf leikskólalóðina að sögn skólastjóra. Ljúka þarf við framkvæmdir innanhúss í Bíldudalsskóla. Laga þarf aðgengi að skólanu og von er á nýju leiktæki á skólalóðina.

            Málsnúmer 1808026

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Skólaakstur

            Gerður Sveinsdóttir kom á fundinn að kynna stöðu skólaaksturs leik-, grunnskólabarna frá Barðaströnd í skóla á Patreksfirði. 6 börn verða í skólaakstri , tvö í grunnskóla og fjögur í leikskóla. Starfsmaður fylgir börnunum í skólabílinn auk bílstjóra.
            Nemendur í Bíldudalsskóla koma í kennslu í Patreksskóla á föstudögum.
            Enginn skólaakstur verður í Bíldudalsskóla úr sveitinni.

              Málsnúmer 1808027

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Frístund

              Kynnt staðan í Frístund á Patreksfirði og Bíldudal. Skráningar standa yfir og starfsmannafjöldinn ræðst af skráningum. Starfssemin hefst 23.ágúst.

                Málsnúmer 1808028

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Íþróttaskólinn

                Páll Vilhjámsson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti stöðu mála í Íþróttaskólanum og kostnaðartölur.

                  Málsnúmer 1808029

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00