Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #47

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. desember 2018 og hófst hann kl. 00:00

Fundinn sátu
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

Almenn erindi

1. Erindi um öryggis og vinnuaðstöðu í skólum

Erindi um öryggismál og vinnuaðstöðu í skólahúsnæði Vesturbyggðar. Fræðslu- og æskulýðsráð tekur undir að öryggismál þurfa að vera í lagi og vinnuaðstaða góð. Reglulegar úttektir fara fram og mörgu hefur verið fylgt eftir. Það vantar langtíma framkvæmdaráætlun um nauðsynlegar úrbætur. Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að bæjarstjórn láti gera heildstæða úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar og geri ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

    Málsnúmer 1812026

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fyrirspurnir um skólastarf

    Ýmis mál varðandi skólastarf rædd t.d. skólamatur í grunnskólunum á föstudögum. Skólastjórum falið að kanna áhuga foreldra á mat 5 daga vikunnar.
    Fyrirkomulag varðandi val um daga í Frístund verður óbreytt.

      Málsnúmer 1812027

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Skólaheimsóknir

      Fræðslu- og æskulýðsráð fór í heimsókn í Patreksskóla, Tónlistarskóla og félagsmiðstöðina Vest-end.

        Málsnúmer 1812028 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00