Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Skólastefna Vesturbyggðar
Farið var yfir Skólastefnu Vesturbyggðar frá 2014. Skólastefnan er lifandi plagg í stöðugri endurskoðun.Unnið er að skólastefnu grunnskólanna hvors um sig.
2. Æskulýðsmál
Páll Vilhjálmsson mætti á fundinn og kynnti tillögur um aðstöðu fyrir framhaldsdeildarnemenda Vesturbyggðar.Búið er að stofna nemendaráð þar. Þeim stendur til boða að nýta aðstöðu í Félagsmiðstöðvarinnar á Patreksfirði.Páli falið að vinna málið áfram.
Páll kynnti starfsáætlun félagsmiðstöðvanna í Vesturbyggð og Tálknafirði, opnunartíma og sameiginlega viðburði. Nefndin leggur áherslu á að húsnæði og aðstaða í félagsmiðstöðvunum verði bætt.
Fjallað um Ungmennaráð Vesturbyggðar og skipun í það. Stefnt er að því að búið verði að tilnefna í ungmennaráðið samkvæmt reglunum um ungmennaráðið sjá 2.málsgrein fyrir næsta fund nefndarinnar.
3. Mötuneyti grunnskólanna
Kannanir voru gerðar í báðum grunnskólunum um áhuga á að hafa mötuneyti á föstudögum. Áhugi reyndist ekki nægur að svo stöddu. Kannanir verða endurteknar í báðum skólunum. Málið verður tekið aftur upp fyrir haustið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00