Hoppa yfir valmynd

Skólaakstur

Málsnúmer 1901034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. janúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Nefndin leggur til að bæjarráð semji við verktaka um skólaakstur leikskólabarna um akstur utan skóladagatals grunnskólans. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um fyrrgreind atriði.
12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs frá 48. fundi ráðsins 15. janúar sl. þar sem ráðið leggur til að samið verði við verktaka um skólaakstur leikskólabarna og starfsmanna leikskólans utan skóladagatals grunnskóla. Bæjarráð felur starfandi fjármála- og skrifstofustjóra að stilla upp ólíkum leiðum með tilliti til kostnaðar við framkvæmdina sem lagt verður fyrir bæjarráð.
Afgreiðslu máls frestað.
26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir tillögur að mögulegri útfærslu á skólaakstri utan skóladagatals grunnskóla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með foreldrum leikskólabarna af Barðaströnd.