Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #48

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

    Almenn erindi

    1. Skólastefna Vesturbyggðar

    Farið var yfir Skólastefnu Vesturbyggðar frá 2014. Skólastefnan er lifandi plagg í stöðugri endurskoðun.Unnið er að skólastefnu grunnskólanna hvors um sig.

      Málsnúmer 1901031

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Æskulýðsmál

      Páll Vilhjálmsson mætti á fundinn og kynnti tillögur um aðstöðu fyrir framhaldsdeildarnemenda Vesturbyggðar.Búið er að stofna nemendaráð þar. Þeim stendur til boða að nýta aðstöðu í Félagsmiðstöðvarinnar á Patreksfirði.Páli falið að vinna málið áfram.
      Páll kynnti starfsáætlun félagsmiðstöðvanna í Vesturbyggð og Tálknafirði, opnunartíma og sameiginlega viðburði. Nefndin leggur áherslu á að húsnæði og aðstaða í félagsmiðstöðvunum verði bætt.
      Fjallað um Ungmennaráð Vesturbyggðar og skipun í það. Stefnt er að því að búið verði að tilnefna í ungmennaráðið samkvæmt reglunum um ungmennaráðið sjá 2.málsgrein fyrir næsta fund nefndarinnar.

        Málsnúmer 1901032

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Mötuneyti grunnskólanna

        Kannanir voru gerðar í báðum grunnskólunum um áhuga á að hafa mötuneyti á föstudögum. Áhugi reyndist ekki nægur að svo stöddu. Kannanir verða endurteknar í báðum skólunum. Málið verður tekið aftur upp fyrir haustið.

          Málsnúmer 1901033

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skólaakstur

          Nefndin leggur til að bæjarráð semji við verktaka um skólaakstur leikskólabarna um akstur utan skóladagatals grunnskólans. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um fyrrgreind atriði.

            Málsnúmer 1901034 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            5. Heimsókn í Araklett

              Málsnúmer 1901035

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00