Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #53

Fundur haldinn í Bíldudalsskóla, 8. maí 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
  • Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) áheyrnafulltrúi
  • Páll Vilhjálmsson (PV) áheyrnafulltrúi
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Guðrún Eggertsdóttir formaður

Petrína Sigrún Helgadóttir boðaði forföll.

Almenn erindi

1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi - starfsáætlun

Starfáætlun Íþrótta- og tómstundafulltrúa. Páll Vilhjálmsson íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir þau verkefni sem eru skilgreind á hans könnu.

Sumarnámskeið 2019 - Páll fór yfir skipulag á sumarnámskeiðum sumarið 2019. Sumarnámskeiðin eru í boði fyrir 1.-4. bekk og eru á vegum Vesturbyggðar. Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson hefur umsjón með þeim.

Mótaskrá HHF fyrir árið 2019 lögð fram, sem gefur góða mynd af sumarstarfinu. Verið er að hanna æfingatöflu í samráði við aðildarfélögin. Að þeirri vinnu lokinni verður komin skýr mynd af sumarstarfinu.

Hallveig Ingimarsdóttir vék af fundi eftir þennan lið

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Skólaheimsóknir

Heimsókn í Bíldudalsskóla, nefndin skoðaði bæði húsnæði skólans og leikskólans. Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri
sýndi nefndinni húsnæði skólanna.

Heimsókn í félagsmiðstöðina Dímon, Páll Vilhjálmsson sýndi nefndinni húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og fór yfir fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar samkv. tillögum sem samþykktar voru í bæjarráði. Nefndin leggur til að skoðað verði að rýmið verið opnað enn frekar í samstarfi við leikfélagið, til að nýta betur glugga á hlið hússins og fá inn meiri dagsbirtu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30