Fundur haldinn í Bíldudalsskóla, 8. maí 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
- Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) áheyrnafulltrúi
- Páll Vilhjálmsson (PV) áheyrnafulltrúi
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Guðrún Eggertsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi - starfsáætlun
Starfáætlun Íþrótta- og tómstundafulltrúa. Páll Vilhjálmsson íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir þau verkefni sem eru skilgreind á hans könnu.
Sumarnámskeið 2019 - Páll fór yfir skipulag á sumarnámskeiðum sumarið 2019. Sumarnámskeiðin eru í boði fyrir 1.-4. bekk og eru á vegum Vesturbyggðar. Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson hefur umsjón með þeim.
Mótaskrá HHF fyrir árið 2019 lögð fram, sem gefur góða mynd af sumarstarfinu. Verið er að hanna æfingatöflu í samráði við aðildarfélögin. Að þeirri vinnu lokinni verður komin skýr mynd af sumarstarfinu.
Hallveig Ingimarsdóttir vék af fundi eftir þennan lið
Til kynningar
2. Skólaheimsóknir
Heimsókn í Bíldudalsskóla, nefndin skoðaði bæði húsnæði skólans og leikskólans. Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri
sýndi nefndinni húsnæði skólanna.
Heimsókn í félagsmiðstöðina Dímon, Páll Vilhjálmsson sýndi nefndinni húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og fór yfir fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar samkv. tillögum sem samþykktar voru í bæjarráði. Nefndin leggur til að skoðað verði að rýmið verið opnað enn frekar í samstarfi við leikfélagið, til að nýta betur glugga á hlið hússins og fá inn meiri dagsbirtu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Petrína Sigrún Helgadóttir boðaði forföll.