Fundur haldinn í Félagsheimili Patreksfjarðar, 9. október 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Norðfjörð () áheyrnafulltrúi
- Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir (NSP) embættismaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
- Signý Sverrisdóttir (SS) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Kosning formanns
Kosning nýs formanns fræðslu-og æskulýðsráðs. Jónas Heiðar Birgisson var tilnefndur og kosinn einróma.
4. Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna
5. Fjárhagsáætlun 2020
Varðandi greinargerðir um skólana telur fræðslu- og æskulýðsráð mikivægt að fylgja eftir þeim uppfærslum á tækjum og húsbúnaði sem þörf er á. Þá telur ráðið mjög mikilvægt að öll öryggisatriði séu höfð í lagi og þoli enga bið.
Ráðið tekur undir óskir skólastjórnenda fyrir fjárhagsáætlun Vesturbyggðar2020.
Ráðið vísar í mál númer 1906106 um öryggi og vinnuaðstöðu skólum Vesturbyggðar þar sem óskað er eftir úrbótaáætlun og kynningu á henni fyrir ráðið.
Til kynningar
2. Heilsustígar
Páll Vilhjálmsson íþrótta-og Tómstundafulltrúi kynnti hugmyndir um heilsustíga í Vesturbyggð. Fræðslu- og æskulýðsráð styður þessar hugmyndir heilshugar og hvetur bæjarráð til að styrkja þetta verkefni.
3. Félagsmiðstöðvar - sameiginlegt starf
Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsáætlun félagsmiðstöðva Vesturbyggðar og húsnæðisaðstöðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00