Málsnúmer 1904046
24. apríl 2019 – Bæjarstjórn
Lagt fram til staðfestingar ferli fjárhagsáætlunar 2020.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM.
Samþykkt samhljóða
21. maí 2019 – Bæjarráð
Umræður um gjaldskrár Vesturbyggðar 2020, vísað til nefnda og sviða Vesturbyggðar til umsagnar. Farið yfir helstu þætti ramma og forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Drög að fjárfestingaáætlun Vesturbyggðar fyrir 2020-2023 verði unnin samhliða úttekt á rekstri Vesturbyggðar.
17. september 2019 – Bæjarráð
Lagt fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem farið er yfir helstu þætti vinnu við fjárhagsáætlunar 2020.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2020 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi I.
Settur verður upp ábendingahnappur á heimasíðu Vesturbyggðar þar sem íbúum gefst kostur á að senda inn tillögur að verkefnum í tengslum við vinnu fjárhagsáætlunar 2020.
17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Ákveðið var að halda vinnufund vegna fjárhagsáætlunar 2020, fundurinn verður haldinn mánudaginn 30. október.
1. október 2019 – Bæjarráð
Sviðsstjórar kynntu tillögur að breytingum í rekstri sem miða að því að auka tekjur eða draga úr kostnaði.
Tillögunum vísað til fjárhagsáætlunar 2020.
8. október 2019 – Menningar- og ferðamálaráð
Menningar-og ferðamálaráð fór yfir þær áherslur sem það vill leggja á í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 og skilar inn þar til gerðu minnisblaði til bæjarráðs.
9. október 2019 – Bæjarráð
Mættir til viðræðna við bæjarráð sviðsstjóri fjölskyldusvið, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, hafnarstjóri, Íþrótta- og tómstundarfulltrúi, slökkvistjóri, menningar- og ferðamálafulltrúi, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar á Patreksfirði og skólastjóri Bíldudalsskóla um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2020.
10. október 2019 – Bæjarráð
Mættir til viðræðna við bæjarráð sviðsstjóri fjölskyldusvið, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, skólastjóri Patreksskóla, skólastjóri Arakletts, forstöðumaður Bröttuhlíðar, fræðslustjóri og forstöðumaður félagsheimils Patreksfjarðar um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2020.
9. október 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð
Varðandi greinargerðir um skólana telur fræðslu- og æskulýðsráð mikivægt að fylgja eftir þeim uppfærslum á tækjum og húsbúnaði sem þörf er á. Þá telur ráðið mjög mikilvægt að öll öryggisatriði séu höfð í lagi og þoli enga bið.
Ráðið tekur undir óskir skólastjórnenda fyrir fjárhagsáætlun Vesturbyggðar2020.
Ráðið vísar í mál númer 1906106 um öryggi og vinnuaðstöðu skólum Vesturbyggðar þar sem óskað er eftir úrbótaáætlun og kynningu á henni fyrir ráðið.
10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla verði lögð á að unnið verði eftir tillögum í umferðaröryggisáætlunum fyrir þéttbýliskjarnana.
14. október 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð
Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.
22. október 2019 – Bæjarráð
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 dags. 22 október 2019, ásamt samantekt yfir sértæk verkefni og fjárfestingar ársins 2020.
Bæjarráð vísar frekari vinnu við fjárhagsáætlunina til vinnufunda bæjarstjórnar sem haldnir verða á tímabilinu 28. október til 2. nóvember.
20. nóvember 2019 – Bæjarráð
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2020 og 3 ára áætlun 2021-2023.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 ásamt 3 ára áætlun 2021-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn mánudaginn 25. nóvember nk.
25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2020-2023.
Til máls tóku: RH og ÁS.
Bæjarstjórn harmar þær erfiðu en nauðsynlegu niðurskurðaraðgerðir sem leiddu til uppsagna nýverið.
Fráfarandi starfsmönnum eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og er þeim óskað velfarnaðar.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 og 4ra ára áætlun 2020-2023 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 17:00.
3. desember 2019 – Bæjarráð
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2020 og 3 ára áætlun 2021-2023.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 ásamt 3 ára áætlun 2021-2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 11. desember nk.
11. desember 2019 – Bæjarstjórn
Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2020 ásamt 3ja ára áætlun 2021-2023.
Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 66 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 51 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 14,6 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 86 millj.kr. Fjárfestingar eru 112 millj.kr., afborganir langtímalána 110 millj.kr. og lántökur 115 millj.kr.
Rekstur A- og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 212 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 85 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 126,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 183,5 millj.kr. Fjárfestingar eru 195,5 millj.kr., afborganir langtímalána 213 millj.kr. og lántökur 143 millj.kr.
Til máls tóku: Forseti, FM, GBS, JA og ÞSÓ.
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.
21. apríl 2020 – Bæjarráð
Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 6. apríl 2020 vegna gerð viðauka og jafnvægi í rekstri vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 með lögum nr. 25/2020 um breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.