Fundur haldinn í fjarfundi, 10. júní 2020 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) embættismaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
- Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Almenn erindi
1. Patreksskóli - skipulagsbreyting á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar
Minnisblað frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, nýráðnum skólastjóra Patreksskóla, dagsett 02.06.2020 var lagt fyrir. Þar eru kynntar skipulagsbreytingar á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar Patreksskóla. Breytingin felur í sér að ráðinn verði einn deildarstjóri yfir leikskóladeild og yngsta stigi (1. -4. bekk) Patreksskóla.
Ráðið samþykkir þessa skipulagsbreytingu og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
2. Leikskólinn Araklettur - ósk um breytingu á skóladagatali
Sigríður Gunnarsdóttir, nýráðinn leikskólastjóri á Leikskólanum Arakletti lagði fyrir ráðið ósk um breytingu á skóladagatali 2020-2021. Óskin snýr að 18. ágúst 2020. Á gildandi dagatali er gert ráð fyrir hálfum starfsdegi en óskað er eftir að breyta því í heilan starfsdag.
Beiðnin er samþykkt.
Til kynningar
3. Leiksvæði á Patreksfirði við íþróttavöll - Aðalstræti 5.
Erindi frá Sigríði Gunnarsdóttur dags. 5. maí 2020. Erindið er sent f.h. hóps sem áhugasamur er um að koma upp leiksvæði á lóðinni bakvið Ólafshús að Aðalstræti 5, 450 Patreksfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Búið er að taka erindið fyrir í Skipulags- og umhverfisráði. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.
Fræðslu- og æskulýðsráð lýst vel á hugmyndina. Ráðið hvetur hlutaðeigandi til að tryggja öryggi þeirra sem svæðið nota eins og kostur er.
4. Framkvæmdir umbóta við Bíldudalsskóla, ósk um upplýsingar
Skýrsla um innra mat Bíldudalsskóla 2018-2020 kynnt. Skýrslan er aðgengileg inni á vefsvæðum skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42