Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #63

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. júní 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) embættismaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Almenn erindi

1. Patreksskóli - skipulagsbreyting á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar

Minnisblað frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, nýráðnum skólastjóra Patreksskóla, dagsett 02.06.2020 var lagt fyrir. Þar eru kynntar skipulagsbreytingar á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar Patreksskóla. Breytingin felur í sér að ráðinn verði einn deildarstjóri yfir leikskóladeild og yngsta stigi (1. -4. bekk) Patreksskóla.

Ráðið samþykkir þessa skipulagsbreytingu og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

    Málsnúmer 2006021 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Leikskólinn Araklettur - ósk um breytingu á skóladagatali

    Sigríður Gunnarsdóttir, nýráðinn leikskólastjóri á Leikskólanum Arakletti lagði fyrir ráðið ósk um breytingu á skóladagatali 2020-2021. Óskin snýr að 18. ágúst 2020. Á gildandi dagatali er gert ráð fyrir hálfum starfsdegi en óskað er eftir að breyta því í heilan starfsdag.

    Beiðnin er samþykkt.

      Málsnúmer 2005089

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Leiksvæði á Patreksfirði við íþróttavöll - Aðalstræti 5.

      Erindi frá Sigríði Gunnarsdóttur dags. 5. maí 2020. Erindið er sent f.h. hóps sem áhugasamur er um að koma upp leiksvæði á lóðinni bakvið Ólafshús að Aðalstræti 5, 450 Patreksfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Búið er að taka erindið fyrir í Skipulags- og umhverfisráði. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

      Fræðslu- og æskulýðsráð lýst vel á hugmyndina. Ráðið hvetur hlutaðeigandi til að tryggja öryggi þeirra sem svæðið nota eins og kostur er.

        Málsnúmer 2005039 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Framkvæmdir umbóta við Bíldudalsskóla, ósk um upplýsingar

        Skýrsla um innra mat Bíldudalsskóla 2018-2020 kynnt. Skýrslan er aðgengileg inni á vefsvæðum skólans.

          Málsnúmer 2005061

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Framkvæmdir umbóta Patreksskóla, ósk um upplýsingar

          Skýrsla um innra mat Bíldudalsskóla 2018-2020 kynnt. Skýrslan er aðgengileg inni á vefsvæðum skólans.

            Málsnúmer 2005060

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42