Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #68

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
 • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
 • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
 • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
 • Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) áheyrnafulltrúi
 • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
 • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
 • Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður

Fundargerð ritaði
 • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Formaður óskaði eftir afbrigði af dagskrá. Tillaga að bæta við máli þar sem ósk um breytingu á skóladagatali yrði tekin fyrir og að það yrði 4. mál á dagskrá. Einnig óskað eftir því að mál "Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð" yrði fært fram og yrði 1. mál á dagskrá. Báðar tillögur samþykktar.

Almenn erindi

1. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs, dagsett 4. desember, lagt fyrir ráðið. Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og greindi frá ferlinu og stöðu mála hvað varðar reglur og útfærslu dagforeldra í Vesturbyggð. Reglur Vesturbyggðar um leyfisveitingu til daggæslu barna í heimahúsum á Barðaströnd bornar undir ráðið. Ráðið skilar tillögum að lítilsháttar breytingum til bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs.

  Málsnúmer 1906016 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar

  Í formlegu erindi, dagsett 2.desember 2020, óskaði formaður eftir stöðuuppfærslu á erindi og máli um öryggis- og vinnuaðstöðu í skólum Vesturbyggðar. Úttekt af þessu tagi er mjög viðamikið verk. Sviðstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs vinnur nú í því að kalla eftir áhættumati frá hverjum vinnustað og vinna svo heildar greinargerð út frá því mati sem skilað verður frá öllum skólum. Vonast er til að þessi vinna klárist á næstu vikum.

   Málsnúmer 1906106 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   4. Patreksskóli - skóladagatal 2020-2021

   Að beiðni skólastjórnenda í Vesturbyggð var tekin fyrir breyting á skóladagatali menntastofnanna Vesturbyggðar. Breytingin felur í sér að fyrirhugaður skipulagssdagur föstudaginn 29. janúar 2021 færist til mánudagsins 1 febrúar 2021.

   Ráðið samþykkir beiðnina.

    Málsnúmer 2003007 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    5. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2021 í fræðslu- og æskulýðsmálum

    Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2021 í fræðslu- og æskulýðsmálum kynnt fyrir ráðinu.

     Málsnúmer 2101012

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Til kynningar

     3. Starfsemi menntastofnanna á tímum Covid-19

     Forstöðumenn menntastofnanna Vesturbyggðar fóru yfir sína starfsemi á tímum COVID-19. Farið var yfir það til hvaða aðgerða þurfti að grípa til að sinna starfi í sátt við gildandi takmarkanir. Farið var yfir verkferla sem fara í gang vakni grunur um smit í stofnununum.

     Fræðslu- og æskulýðsráð vill koma á framfæri þökkum til þeirra framlínustarfsmanna sem sinna menntunarmálum í stofnunum Vesturbyggðar fyrir frábæra frammistöðu á fordæmalausum tímum ásamt öllum nemendum fyrir þolinmæði og þrautseigju.

      Málsnúmer 2101013

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Félagsmiðstöðin Vest End - Eldvarnareftirlit

      Íþrótta- og tómstundafullltrúi upplýsti ráðið um fyrirhugaðar úrbætur á eldvörnum í félagsmiðstöðinni Vest-End og áætluðum verklokum.

       Málsnúmer 1904012 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30