Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #68

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) áheyrnafulltrúi
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
  • Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Formaður óskaði eftir afbrigði af dagskrá. Tillaga að bæta við máli þar sem ósk um breytingu á skóladagatali yrði tekin fyrir og að það yrði 4. mál á dagskrá. Einnig óskað eftir því að mál "Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð" yrði fært fram og yrði 1. mál á dagskrá. Báðar tillögur samþykktar.

Almenn erindi

1. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs, dagsett 4. desember, lagt fyrir ráðið. Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og greindi frá ferlinu og stöðu mála hvað varðar reglur og útfærslu dagforeldra í Vesturbyggð. Reglur Vesturbyggðar um leyfisveitingu til daggæslu barna í heimahúsum á Barðaströnd bornar undir ráðið. Ráðið skilar tillögum að lítilsháttar breytingum til bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar

Í formlegu erindi, dagsett 2.desember 2020, óskaði formaður eftir stöðuuppfærslu á erindi og máli um öryggis- og vinnuaðstöðu í skólum Vesturbyggðar. Úttekt af þessu tagi er mjög viðamikið verk. Sviðstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs vinnur nú í því að kalla eftir áhættumati frá hverjum vinnustað og vinna svo heildar greinargerð út frá því mati sem skilað verður frá öllum skólum. Vonast er til að þessi vinna klárist á næstu vikum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Patreksskóli - skóladagatal 2020-2021

Að beiðni skólastjórnenda í Vesturbyggð var tekin fyrir breyting á skóladagatali menntastofnanna Vesturbyggðar. Breytingin felur í sér að fyrirhugaður skipulagssdagur föstudaginn 29. janúar 2021 færist til mánudagsins 1 febrúar 2021.

Ráðið samþykkir beiðnina.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2021 í fræðslu- og æskulýðsmálum

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2021 í fræðslu- og æskulýðsmálum kynnt fyrir ráðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Starfsemi menntastofnanna á tímum Covid-19

Forstöðumenn menntastofnanna Vesturbyggðar fóru yfir sína starfsemi á tímum COVID-19. Farið var yfir það til hvaða aðgerða þurfti að grípa til að sinna starfi í sátt við gildandi takmarkanir. Farið var yfir verkferla sem fara í gang vakni grunur um smit í stofnununum.

Fræðslu- og æskulýðsráð vill koma á framfæri þökkum til þeirra framlínustarfsmanna sem sinna menntunarmálum í stofnunum Vesturbyggðar fyrir frábæra frammistöðu á fordæmalausum tímum ásamt öllum nemendum fyrir þolinmæði og þrautseigju.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Félagsmiðstöðin Vest End - Eldvarnareftirlit

Íþrótta- og tómstundafullltrúi upplýsti ráðið um fyrirhugaðar úrbætur á eldvörnum í félagsmiðstöðinni Vest-End og áætluðum verklokum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30