Fundur haldinn í fjarfundi, 12. maí 2021 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
- Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
- Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúa
Almenn erindi
1. Leikskólinn Araklettur - Starfsáætlun 2020-2021
Leikskólastjóri Arakletts fór yfir mat á starfsáætlun 2020-2021. Leikskólastjóri bendir á að útlit er fyrir mörg börn á Kletti, yngstu deild leikskólans, á haustönn 2021 og bendir nefndinni á að huga að lausnum í málum því tengt.
2. Grunnskólar Vesturbyggðar - breyting á dagatali 2021-2022
Skólastjóri Patreksskóla sendi inn beiðni á breytingu á skóladagatali leik- og grunnskóla Vesturbyggðar starfsárið 2021-2022. Breytingin felst í að starfsdagur sem áætlaður var 27. september 2021 færist fram til 10. september 2021 vegna þings Kennarasambands Vestfjarða. Ráðið samþykkir tillöguna.
Til kynningar
3. Leik- og grunnskólar í Vesturbyggð - kennslumagn
Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir ráðinu skýrslu frá Ásgarði um kennslumagn og starfsmannaþörf í leik- og grunnskólum Vesturbyggðar.
4. Skólar á grænni grein
5. Vinnuskóli 2021
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram til kynningar minnisblað um sumarið í Vinnuskóla Vesturbyggðar. Skráning ungmenna er hafin og stendur til og með 2. júní nk.
6. Norrænt samvinnuverkefni ti að kynna norrænu lýðháskólana í vinnuskólum á Íslandi
Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í Testrup Højskule í Danmörk dagsett 3. maí 2021. Þau hafa áhuga á kynningu á lýðháskólamöguleikum fyrir nemendur Vinnuskólanna sem hluta af fræðsludagskrá Vinnuskólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27