Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #71

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. maí 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
  • Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúa

Almenn erindi

1. Leikskólinn Araklettur - Starfsáætlun 2020-2021

Leikskólastjóri Arakletts fór yfir mat á starfsáætlun 2020-2021. Leikskólastjóri bendir á að útlit er fyrir mörg börn á Kletti, yngstu deild leikskólans, á haustönn 2021 og bendir nefndinni á að huga að lausnum í málum því tengt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grunnskólar Vesturbyggðar - breyting á dagatali 2021-2022

Skólastjóri Patreksskóla sendi inn beiðni á breytingu á skóladagatali leik- og grunnskóla Vesturbyggðar starfsárið 2021-2022. Breytingin felst í að starfsdagur sem áætlaður var 27. september 2021 færist fram til 10. september 2021 vegna þings Kennarasambands Vestfjarða. Ráðið samþykkir tillöguna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Bíldudalsskóli - umsóknir um stöðu skólastjóra

Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kynnti umsækjanda í stöðu skólastjóra Bíldudalsskóla og óskaði eftir umsögn fyrirhugaðrar ráðningar umsækjanda í stöðuna. Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við bæjarstjórn að ganga frá ráðningu við umsækjanda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Leik- og grunnskólar í Vesturbyggð - kennslumagn

Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir ráðinu skýrslu frá Ásgarði um kennslumagn og starfsmannaþörf í leik- og grunnskólum Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólar á grænni grein

Erindi frá grænfánaverkefni Landverndar, dagsett 5. maí 2021, lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vinnuskóli 2021

Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram til kynningar minnisblað um sumarið í Vinnuskóla Vesturbyggðar. Skráning ungmenna er hafin og stendur til og með 2. júní nk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Norrænt samvinnuverkefni ti að kynna norrænu lýðháskólana í vinnuskólum á Íslandi

Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í Testrup Højskule í Danmörk dagsett 3. maí 2021. Þau hafa áhuga á kynningu á lýðháskólamöguleikum fyrir nemendur Vinnuskólanna sem hluta af fræðsludagskrá Vinnuskólans.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27