Fundur haldinn í fjarfundi, 10. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) varamaður
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Áslaug Helga Trausadóttir (ÁHT) áheyrnafulltrúi
- Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir (GJV) embættismaður
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2022-2025
Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdarsviðs kom á fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir áherslur sem verið er að vinna í fjarhagsáætlunargerð næsta ár þar sem áhersla er lögð á slysavarnir, brunarvarnir og lekavandamál í skólum Vesturbyggðar.
2. Starfsáætlun Patreksskóla 2021-2022
Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Patreksskóla kynnti starfsáætlun skólans fyrir fræðslu og æskulýðsráðs
3. Starfsáætlun félagsmiðstöðva 2021 - 2022
Guðný Lilja Pálsdóttir nýr íþrótta og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og bauð Fræðslu og æskulýðsráð hana velkomna til starfa. Guðný kynnti starfsáætlun félagsmiðstöðva í Vesturbyggð og Tálknafirði fyrir ráðinu.
4. Starfsáætlun Tónlistaskóla 2021-2022
Kristín Mjöll skólastjóri Tónlistaskóla Vesturbyggðar kynnti starfsáætlun skólans og viðburðardagskrá næsta skólaár fyrir Fræðslu og æskulýðsráði. Einnig kynnti hún nýtt söngnámskeið sem verður á næsta ári.
5. Lokun milli jóla og nýárs á leikskólum Vesturbyggðar
Bréf frá skólastjórum í Vesturbyggð um að loka leikskólunum í Vesturbyggð milli jóla og nýárs. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til að það verði kannað í hópi foreldra hverjir ætla að nýta sér leikskólavist milli jóla og nýárs. Málinu frestað til næsta fundar.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30