Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. ágúst 2022 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varamaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) varaformaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Silja Baldvinsdóttir (SB) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Almenn erindi
1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022
Guðrún Eggertsdóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.
Guðrún lagði til að Gunnþórun Bender verði formaður ráðsins og Páll Vilhjálmsson varaformaður.
Samþykkt samhljóða
Páll tók við stjórn fundarins.
2. Ráðning leikskólastjóra við Araklett á Patreksfirði
Lagt fram minnisblað staðgengils bæjarstjóra vegna ráðningar leikskólastjóra á leikskólanum Arakletti dags. 5. ágúst 2022.
Fræðslu- og æskulýðsráði leggur til við bæjartsjórn að gengið verði frá ráðningu við Bergdísi Þrastardóttur sem leikskólastjóra við leikskólann Araklett.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30