Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #11

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. september 2019 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
  • Marteinn Þór Ásgeirsson (MÞÁ) varamaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 62. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. ágúst til 6. september, þar sem fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og umsagnir liggja fyrir er auglýsingartími styttur eins og heimild er fyrir í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað var umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerði engar athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Hafna- og atvinnumálaráð bendir á að hinum megin við götuna þar sem vatnshreinsistöð er fyrirhuguð er mikilvægt svæði í bæjarlífinu, ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að lóðin að Strandgötu 10-12 verði girt af svo sómi sé að. Ennfremur leggur ráðið á herslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 1907095 8

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00