Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. mars 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Ósk um viðræður um gerð langtímasamnings um notkun og þjónustu hafna Vesturbyggðar
Valdimar B. Ottósson vék af fundi.
Erindi frá Arnarlax, dags. 25. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um langtímasamning vegna þjónustu og notkunar hafna Vesturbyggðar.
Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að óska eftir kynningu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um langtímaáform þess fyrir hafna- og atvinnumálaráð og bæjarráð Vesturbyggðar.
Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
2. Arctic Fish ehf. Aflagjöld 2020
Erindi frá Landslögum f.h. Arctic Fish ehf, dags. 20. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um langtímasamning vegna hafnagjalda.
Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að óska eftir kynningu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um langtímaáform þess fyrir hafna- og atvinnumálaráð og bæjarráð Vesturbyggðar.
3. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.
Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 11. mars 2019. Í erindinu er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Breytingin felur í sér breytta afmörkun lóða sem skapar svæði undir meltutanka. Umsókninni fylgir breytingartillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dags. 4. mars 2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti á 70. fundi sínum sem haldinn var 12. mars 2020 og vísaði erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins.
4. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.
Erindi frá Arnarlax hf, dags. 14.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af hugsjón, dags. 14.02.2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu á 70. fundi sínum sem haldinn var 12. mars 2020 og vísaði erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar er að ræða, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna breytinguna.
Mál til kynningar
5. Skýrsla starfshóps um 5,3% aflaheimildir
Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda, dags. febrúar 2020. Einnig er lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. mars 2020 sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga um skýrsluna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Magnús Jónsson, Jörundur Garðarsson og Valdimar Ottósson voru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.