Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #26

Fundur haldinn í fjarfundi, 2. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Upplýsingagjöf Hafnarstjóra

Hafnarstjóri fór yfir gjaldtöku hafna Vesturbyggðar á árinu 2020.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

Erindi frá Odda hf. dags. 23. nóvember 2020. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á lóðarúthlutun frá 17. apríl 2019 þar sem samþykkt var að úthluta til Odda hf. byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar vinnsluhúsnæðis.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlengingu á lóðarúthlutuninni um 1 ár.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Breyting á eldissvæðum Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði og Tálknafirði. Umsagnarbeiðni og rafræn greinargerð

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Inn á fundinn komu Þorsteinn Másson og Jón Garðar Jörundsson frá Arnarlax og Eva Dögg Jóhannesdóttir frá Arctic Fish og kynntu áform um breytingu á eldissvæðum.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn um breytinguna í samræmi við umræðu á fundinum og í samráði við bæjarstjóra.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Önnur mál

Rætt um samfélagsábyrgð fyrirtækja á svæðinu, lögheimilisskráningar starfsmanna fyrirtækj o.fl.

Hafna- og atvinnumálaráð hvetur Vegagerðina til að auka vetrarþjónustu á þjóðvegi nr. 63 upp Trostansfjörð og halda veginum opnum til jafns við Dynjandisheiðina.

JG lagði fram fyrirspurn varðandi endurnýjunartíma á stálþilum, hvort ekki sé kominn tími á endurnýjun á eldri stálþilskanti á Bíldudal. Hafnarstjóra falið að taka saman byggingarár hafnarkanta í höfnum Vesturbyggðar og kanna með áætlanir um endurnýjun og kynna á næsta fundi ráðsins.

Þá leggur hafna- og atvinnumálaráð áherslu á að unnið verði framtíðarskipulag fyrir Bíldudalshöfn og vegtengingu að höfninni.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

Lagt fram bréf breiðafjarðanefndar dags. 23. nóvember 2020. Í erindinu er óskað umsagnar um skýrsla Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn í takt við umræður á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dags. 20. nóvember 2020 þar sem tilkynnt er um sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.20 - 31.08.20. Skipt niður á hafnir, kemur eftirfarandi í hlut hafnasjóðs Vesturbyggðar:

- Brjánslækjarhöfn: 84.084 kr.
- Patrekshöfn: 3.279.293 kr.
- Bíldudalshöfn: 616.964 kr.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021

Lagt fram til kynningar bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dags. 30. nóvember 2020 varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021. Úthlutun aflaheimilda sem koma í hlut vegna byggðarlaga innan Vesturbyggðar fiskveiðiárið 2020/2021 er eftirfarandi:

Bíldudalur: 70 tonn.
Brjánslækur: 15 tonn.
Patreksfjörður: 15 tonn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerð nr. 428 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 428. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05