Fundur haldinn í fjarfundi, 2. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Upplýsingagjöf Hafnarstjóra
2. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði
Erindi frá Odda hf. dags. 23. nóvember 2020. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á lóðarúthlutun frá 17. apríl 2019 þar sem samþykkt var að úthluta til Odda hf. byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar vinnsluhúsnæðis.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlengingu á lóðarúthlutuninni um 1 ár.
3. Breyting á eldissvæðum Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði og Tálknafirði. Umsagnarbeiðni og rafræn greinargerð
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Inn á fundinn komu Þorsteinn Másson og Jón Garðar Jörundsson frá Arnarlax og Eva Dögg Jóhannesdóttir frá Arctic Fish og kynntu áform um breytingu á eldissvæðum.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn um breytinguna í samræmi við umræðu á fundinum og í samráði við bæjarstjóra.
4. Önnur mál
Rætt um samfélagsábyrgð fyrirtækja á svæðinu, lögheimilisskráningar starfsmanna fyrirtækj o.fl.
Hafna- og atvinnumálaráð hvetur Vegagerðina til að auka vetrarþjónustu á þjóðvegi nr. 63 upp Trostansfjörð og halda veginum opnum til jafns við Dynjandisheiðina.
JG lagði fram fyrirspurn varðandi endurnýjunartíma á stálþilum, hvort ekki sé kominn tími á endurnýjun á eldri stálþilskanti á Bíldudal. Hafnarstjóra falið að taka saman byggingarár hafnarkanta í höfnum Vesturbyggðar og kanna með áætlanir um endurnýjun og kynna á næsta fundi ráðsins.
Þá leggur hafna- og atvinnumálaráð áherslu á að unnið verði framtíðarskipulag fyrir Bíldudalshöfn og vegtengingu að höfninni.
Mál til kynningar
5. Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður
Lagt fram bréf breiðafjarðanefndar dags. 23. nóvember 2020. Í erindinu er óskað umsagnar um skýrsla Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn í takt við umræður á fundinum.
6. Sérstakt strandveiðigjald til hafna
Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dags. 20. nóvember 2020 þar sem tilkynnt er um sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.20 - 31.08.20. Skipt niður á hafnir, kemur eftirfarandi í hlut hafnasjóðs Vesturbyggðar:
- Brjánslækjarhöfn: 84.084 kr.
- Patrekshöfn: 3.279.293 kr.
- Bíldudalshöfn: 616.964 kr.
7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021
Lagt fram til kynningar bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dags. 30. nóvember 2020 varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021. Úthlutun aflaheimilda sem koma í hlut vegna byggðarlaga innan Vesturbyggðar fiskveiðiárið 2020/2021 er eftirfarandi:
Bíldudalur: 70 tonn.
Brjánslækur: 15 tonn.
Patreksfjörður: 15 tonn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05