Fundur haldinn í fjarfundi, 19. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Framkvæmdir hafnasjóðs Vesturbyggðar 2021
Á 29. fundi hafna - og atvinnumálaráðs var hafnarstjóra falið að kanna með áform Vegagerðarinnar um lagfæringar á vegi frá Brjánslækjarhöfn upp að þjóðvegi.
Hafnarstjóri upplýsti að Veggerðin hefði tilkynnt um að ekki stæði til að fara í neinar stórar lagfæringar á veginum.
Hafna- og atvinnumálaráð lýsir yfir áhyggjum af ástandi vegarins, vegurinn er illa farinn og er ein aðal aðkoman inn í sveitarfélagið fyrir bæði almenning sem og þungaflutninga. Ráðið hvetur Vegagerðina til að endurskoða málið og lagfæra veginn.
2. Sjávarútvegsskólinn 2021
Lagt fram erindi forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri dags. 26. mars 2021. Í erindinu er óskað eftir stuðningi hafnasjóðs Vesturbyggðar við Sjávarútvegsskóla unga fólksins/fiskeldisskóla fyrir næsta sumar. Á komandi sumri er ætlunin að leggja meiri áherslu á að kynna fiskeldi fyrir nemendum.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000.- kr.
3. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal
Lögð fram til kynningar drög að breyttu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Bíldudal. skipulagið nær yfir landfyllingu sem nú er í framkvæmd, í nýju skipulagi er gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum á bilinu 800-1500 m2, rúmlega 3300 m2 geymslusvæði ásamt nýjum vegi að lóðunum.
4. Umsókn um lóð á Bíldudalshöfn.
Erindi frá Jóni Þórðarsyni dags. 7. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um lóð fyrir varanlegt 100 fermetra hús á hafnarsvæðinu á Bíldudal til móttöku á fiski og þjónustu við fiskmóttöku. Þá er sótt um stöðuleyfi fyrir bráðabrigðarhúsi við höfnina á meðan umræða og afgreiðsla lóðarumsóknar er í ferli.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir 100m2 aðstöðu á hafnarsvæðinu, aðstöðuna skal staðsetja í samráði við hafnarstjóra.
Ráðið felur hafnarstjóra að kanna með líklegan stað á hafnarsvæðinu undir framtíðarstaðsetningu fyrir móttökuhús fyrir fisk og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05